Félagið okkar í mestu ógöngum frá stofnun ÍBV íþróttafélags 

Aðalstjórn ÍBV íþróttafélags gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún óskar þess að Þjóðhátíð fari fram með friði og spekt. Áður hafði aðalstjórn tekið ólöglega og ranga ákvörðun sem hún vissi að myndi sprengja félagið, en fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins hafði tjáð núverandi framkvæmdastjóra það áður en ákvörðunin var tekin að sú yrði afleiðingin. Hver […]

Tilkynning frá aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags

Aðalstjórn virðir vilja fulltrúa handboltans til sátta sem og annara sem lagt hafa hugmyndir fyrir stjórnina, en telur að nú sé tími til kominn að undirbúa Þjóðhátíð, sem er mikilvægasta fjáröflun félagsins og stolt allra bæjarbúa. Það er ótrúlega mikilvægt að báðar deildir skili því vinnuframlagi sem til er ætlast, sem verður greitt með sama […]

Eyjastelpur í U16 ára landsliðinu í handbolta

Í fyrstu viku júlí keppti U16 ára landslið kvenna í handbolta á Opna Evrópumótinu sem fram fór í Gautaborg. Í landsliðinu eru tvær Eyjastelpur sem spila báðar með ÍBV, þær Alexandra Ósk Viktorsdóttir og Herdís Eiríksdóttir. Auk þeirra var Eva Gísladóttir í liðinu, hún spilar með FH en á ættir að rekja til Vestmannaeyja. Stelpurnar […]

ÍBV enn á botninum eftir tap á Akureyri

Enn situr ÍBV sem fastast á botni Bestu deildar karla eftir 4:3 tap á móti KA á Akureyri. Eyjamenn áttu fyrsta markið sem José Sito skoraði á sjöttu mínútu. Þá skoruðu Norðanmenn tvö mörk og komust yfir en á 21. mínútu var Sito aftur á ferðinni og jafnaði 2:2 úr víti. Það var svo í […]

Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]

Spenna á Hásteinsvelli

ÍBV tókst að stoppa óslitna sigurgöngu toppliðsins Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag, en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Lokamínúturnar voru æsispennandi og kórónuðu þar með spennandi leik með fullt af færum hjá báðum liðum. Markverðir beggja liða áttu stjörnuleik í dag. Eftir leikinn er Breiðablik sem fyrr á toppnum, en ÍBV á botninum. (meira…)

ÍBV í Evrópubikarinn

Kvennalið ÍBV í handbolta er eitt þriggja liða á Íslandi sem sækist eftir þátttöku í Evrópubikarkeppninni á næsta tímabili, hin liðin eru KA/Þór og Valur. Þetta eru sömu þrjú lið og kepptu í þessari sömu keppni í fyrra, en þá náði ÍBV liðið lengst íslensku liðanna og lék til undanúrslita. Þetta kemur fram á vef […]

Áfram hjá ÍBV

Þrátt fyrir mikil læti er á fullu verið að undirbúa næstu leiktíð hjá handboltadeild ÍBV. Hér eru fjórir leikmenn sem hafa endurnýjað samning sinn við ÍBV á síðustu dögum. Amelía Dís og handknattleiksdeild ÍBV hafa gert með sér samning sem nær til næstu tveggja tímabila. Amelía Dís er ungur og efnilegur vinstri hornamaður sem hefur leikið […]

Framtíð boltans í hættu

Mikil ólga hefur verið í kringum handboltadeild ÍBV síðustu daga og á þessari stundu er alls óvíst hvernig þessi hraða og harkalega atburðarás muni enda. Grétar Þór fráfarandi formaður handknattleiksdeildar var í samtali hjá handbolti.is „Annarsvegar er að handboltinn leggist af í Vestmannaeyjum og hin sé að handboltinn kljúfi sig út úr ÍBV og stofni […]