ÍBV tókst að stoppa óslitna sigurgöngu toppliðsins Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag, en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli.
Lokamínúturnar voru æsispennandi og kórónuðu þar með spennandi leik með fullt af færum hjá báðum liðum. Markverðir beggja liða áttu stjörnuleik í dag.
Eftir leikinn er Breiðablik sem fyrr á toppnum, en ÍBV á botninum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst