ÍBV spilar í fótboltanum í dag

Kvennalið íBV í knattspyrnu spilar í dag leik í bikarkeppni við lið Keflavíkur á HS Orkuvellinum, en leikurinn hófst kl. 15:00. ÍBV situr nú í 5. sæti í Bestu deild kvenna og má segja að skemmtileg orka sé í kringum liðið í ár. Lið Keflavíkur er í 7. sæti. Karlalið ÍBV í knattspyrnu spilar deildarleik […]

Leikur tvö í úrslitaeinvíginu- upphitun hefst 14

Kl 16 fer fram annar leikur íbv og vals í úrslitum í handboltanum. Upphitun fyrir stuðningsmenn verður frá klukkan 14:00 fyrir utan aðalinngang Íþróttamiðstöðvarinnar. Grillaðir hamborgarar og svalandi drykkir til sölu. Hoppukastalar fyrir krakkana og svo spilar DJ Enok til að koma fólki í gírinn. Þeir sem pöntuðu ’91treyju og áttu eftir að nálgast hana […]

Frábær sigur hjá stelpunum okkar

Kvennalið ÍBV í fótbolta gerði afar góða ferð í Kópavoginn nú í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik. Á 13. mínútu leiksins skoraði Júlíana Sveinsdóttir fyrir ÍBV með stórglæsilegu marki, með skoti langt fyrir utan teig. ÍBV er í 7. sæti deildrinnar með 7 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Þór/Ka, á Hásteinsvelli á mánudaginn klukkan […]

Stelpurnar á leið í Kópavoginn í dag

Kvennalið ÍBV í fótbolta mætir Breiðablik í Kópavogi kl. 18.00 í dag. Liðið situr nú í 7.sæti Bestu deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki. Liðið hefur skorað 4 mörk og fengið á sig 4. Með sigri gæti liðið híft sig upp um 1-2 sæti en hins vegar mun Breiðablik ná toppsætinu nái þær að […]

Hópferð á fyrsta leik úrslitanna

ÍBV ætlar að bjóða upp á rútuferðir á fyrsta leik strákanna okkar gegn Val í úrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda kl.19:30, fimmtudaginn 19.maí. Miðasala er hafin á miðasöluappinu Stubbur. Farið er með 14:30 ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum og heim með 23:15 ferðinni, ATH Herjólfur bíður eftir okkur. Stuðningsmannahittingur kl.17:00 á Ölhúsinu. […]

ÍBV fær sóknarmann frá Brentford FC

Hollenski knattspyrnumaðurinn Hans Mpongo er kominn til ÍBV á lánssamningi en Hans er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Brentford FC. Frá þessu er greint í frétt á vef ÍBV Hans er 19 ára sóknarmaður og kemur til með að styrkja sóknarlínu liðsins í komandi átökum í Bestu Deildinni. Hann var meðal áhorfenda í gær er […]

Úrslita stund hjá stelpunum

ÍBV stelpurnar fara í Safamýri dag og mæta Fram í þriðja leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu kl.19:40 en Fram leiðir einvígið 2-0 og dugir sigur í kvöld til að tryggja sér sæti í úrslitum. Það er því að duga eða drepast í þetta skiptið en ÍBV þarf á nauðsynlega á sigri að halda til að halda […]

ÍBV-KR í kvöld

ÍBV tekur á móti KR á Hásteinsvelli í Bestu deildar karla í kvöld klukkan 18.00. Lið KR er sem stendur í sjöunda sæti með fjögur stig eftir fjóra leiki. ÍBV hefur leikið jafn marga leiki og situr í níunda sæti með tvö stig. Það má því búast við hörku leik í góða veðrinu á Hásteinsvelli […]

Fjórði leikur í Eyjum í kvöld

Fjórði leikur ÍBV og Hauka í undanúrslitaeinvígi karla í handbolta fer fram í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir ÍBV en Eyjamenn unnu fyrstu tvo leikina, 35-30 og 27-23. Á laugardag unnu Haukar hins vegar 28-25 á heimavelli og geta því jafnað einvígið með sigri í Vestmannaeyjum í kvöld. Takist ÍBV hins vegar að vinna er […]

Ísak Rafnsson til ÍBV!

Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Ísak Rafnsson til næstu þriggja ára. Ísak þarf nú ekki að kynna fyrir handboltaáhugafólki en hann kemur til liðs við ÍBV frá uppeldisfélagi sínu, FH. Hann hefur leikið allan sinn feril hér heima á Íslandi með FH en lék tímabilið 2018-19 með austurríska liðinu Schwaz Hand­ball Tirol. “Ísak er hávaxinn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.