Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni

Fyrsti heimaleikur karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni er í dag þegar KA menn koma í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 14 og fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að sjálfsögðu verður grill fyrir leik og í hálfleik. Áhugasamir geta kíkt við í Týsheimilið fyrir leik og tryggt sér árskort sem gildir á alla deildarleiki mfl karla […]
Úrslitakeppnin af stað hjá strákunum

Það er óhætt að segja að það sé komið að hápunkti tímabilsins í handboltanum því í dag fer fram fyrsti leikur karlaliðsins ÍBV í 8-liða úrslita einvíginu gegn Stjörnunni í Vestmannaeyjum kl.17:00. Liðin mætast aftur á sunnudag í Garðabæ en það lið sem er fyrst til að vinna tvo leiki kemst áfram í undan úrslit. […]
Fyrsti leikur ÍBV í Bestu deildinni

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fór af stað í gær. Fyrsti leikur ÍBV í deildinni er í dag þegar strákarnir mæta Val á Hlíðarenda klukkan 18:00. Í árlegri spá forráðamanna efstu deildar karla var birt á dögunum var Valsmönnum spáð 3. sæti í deildinni en ÍBV því tíunda. (meira…)
Síðasti deildarleikurinn í dag

Síðasti heimaleikur meistaraflokks kvenna í Olísdeildinni þetta tímabilið fer fram í dag en þá fá stelpurnar nýkrýnda deildarmeistara Fram í heimsókn klukkan 13:00. Á undan leikur 3.flokkur kvenna sömuleiðis gegn Fram og svo mæta stelpurnar í U-liði kvenna Fram U strax eftir meistaraflokks leikinn. ATH, þeir tveir leikir fara fram í gamla salnum! ÍBV – […]
Átta stelpur frá ÍBV á landsliðsæfingum hjá HSÍ

Díana Guðjónsdóttir og Jón Brynjar Björnsson landsliðsþjálfarar U-15 í handknattleik hafa valið Önnu Sif Sigurjónsdóttur, Ásdísi Höllu Pálsdóttur, Bernódíu Sif Sigurðardóttur, Birnu Dís Sigurðardóttur, Birnu Maríu Unnarsdóttur og Söru Margréti Örlygsdóttur á æfingar með U-15 landsliðinu 22.-24. apríl, allar æfingar liðsins fara fram á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundur Helgi Pálsson og Dagur Snær Steingrímsson landsliðsþjálfarar U-16 í handknattleik […]
ÍBV fær rúmenskan landsliðsmarkvörð

ÍBV er búið að krækja í Lavinia Boanda, landsliðsmarkvörð Rúmeníu í fótbolta. Þetta er fullyrt á vefnum fotbolti.net. Hin 28 ára gamla Lavinia gengur til liðs við ÍBV frá Olimpija Cluj í Rúmeníu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving var aðalmarkvörður ÍBV á síðustu leiktíð en hún er farin aftur til Vals. ÍBV leikur í Bestu deildinni í […]
Ásgeir kveður ÍBV

Handknattleiksmaðurinn Ásgeir Snær Vignisson hefur samið við sænska liðið OV Helsingborg til tveggja ára og kveður þar með ÍBV í sumar eftir tveggja ára veru. Ásgeir Snær er 23 gamall örvhent skytta sem kom til ÍBV frá Val þar sem hann lék upp yngri flokka og upp í meistaraflokk. „Hér um mjög spennandi tækifæri að […]
Spá að ÍBV haldi sæti sínu í deild þeirra bestu

Íslandsmótið í fótbolta karla, Besta deildin, fer af stað á mánudaginn kemur. Hin árlega spá forráðamanna efstu deildar karla í fótbolta var birt í hádeginu. Íslands- og bikarmeisturum síðustu leiktíða, Víkingum, er spáð titlinum aftur í ár. Breiðablik er spáð öðru sæti, en mjög naumt var á mununum. ÍBV er spáð 10. sæti deildarinnar og […]
Fyrirmyndarfélög í Vestmannaeyjum

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Um helgina var bæði ÍBV íþróttafélagi og Golfklúbbi Vestmannaeyja veittar viðurkenningar fyrir störf sín sagt er frá þessu í fréttum á vef ÍSÍ. „Skilar sér í betra og skipulagðara starfi“ ÍBV Íþróttafélag fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðlegri athöfn föstudaginn 8. apríl þegar […]
Frítt á fjölskyldutónleika með Frikka Dór og Jóni Jónssyni í Höllinni

Kæru Eyjamenn Á morgun kl. 14 verða fjölskyldutónleikar með Frikka Dór og Jóni Jónssyni í Höllinni. Frítt er inn og allir hvattir til að mæta og eiga góðan Pálmasunnudag saman. Tónleikarnir verða um klukkustund. Um kvöldið verða síðan hefðbundnir tónleikar og er miðasala hér: https://tix.is/is/event/12647/februartonleikar-ibv/ Hlökkum til að sjá ykkur, Áfram ÍBV, alltaf, alls staðar! (meira…)