Eyjablikksmótið fer fram um helgina

Það er nóg um að snúast hjá handknattleiksdeild ÍBV þessa dagana en Eyjablikksmótið verður haldið í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. október. Mótið er fyrsta mót af Íslandsmótum vetrarins hjá 5.flokkum eldri, karla og kvenna. Von er á u.þ.b. 350 iðkendum á mótið, 39 lið frá 13 félögum og leikirnir verða 81 talsins. Leikið er frá 15:20 á […]

Penninn á lofti hjá stelpunum

Átta ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir samning við ÍBV í vikunni sem leið. Þessar stelpur hafa komið upp alla yngri flokka ÍBV og eru miklar vonir bundnar við þær næstu ár eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV. Stelpurnar eru Berta Sigursteinsdóttir, Helena Jónsdóttir, Inga Dan Ingadóttir, Ragna Sara Magnúsdóttir, Selma Björt […]

Hermann Hreiðarsson næsti þjálfari meistaraflokks karla

Hermann Hreiðarsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla. Hemma þarf vart að kynna, enda þjálfað liðið áður ásamt því að spila fjölda leikja fyrir ÍBV og íslenska landsliðið. Hemmi skrifar undir 3ja ára samning og eru miklar væntingar bundnar við ráðningu hans. Til gamans má geta að Hemmi flytur með fjölskylduna til Eyja í upphafi […]

Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla fer fram í dag, sunnudaginn 3.október þegar FH-ingar koma í heimsókn. Um er að ræða leik í 5. umferð Íslandsmótsins sem hefur verið flýtt vegna þátttöku FH í Evrópukeppni. (meira…)

Félagsfundur um skipulagsmál og framtíðarsýn

Félagsfundur ÍBV mun fara fram fimmtudaginn 30. september kl 20:00 í Týsheimilinu. Tilefni fundarins er skipulagsmál og framtíðarsýn félagsins til ársins 2035. Vestmannaeyjabær setti á lagginar starfshóp til að ræða framtíðarsýn í uppbyggingu, rekstri og skipulagi íþróttamála í Vestmannaeyjum. Tilgangur starfshópsins var að koma með framtíðarsýn hvað varðar rekstur, uppbyggingu og skipulag í íþróttamálum til næstu […]

Tveir kvennaleikir í dag

Önnur umferð Olís-deildar kvenna hefst í dag þegar ÍBV og Afturelding mætast í Vestmannaeyjum. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður einni í beinni útsendingu á ÍBV-TV. Ungmennalið ÍBV mætir svo klukkan 19:00 liði Víkings í Grill 66 deildinni. Það er því ljóst að handboltaunnendur fá eitthvað fyrir sinn snúð í íþróttamiðstöðinni í kvöld. (meira…)

Helgi Sig kveður ÍBV

Eftir tvö ár sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV hefur Helgi Sigurðsson óskað eftir að hætta með liðið eftir yfirstandandi keppnistímabil. Fram kemur í tilkynningu frá ÍBV að frá því ÍBV og Helgi hófu samstarf hafa aðstæður hans breyst og óskaði hann eftir að fá að hætta til að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni. […]

Strákunum spáð þriðja sæti en stelpunum því fimmta

Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna í handbolta fór fram í dag, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur. Kvenna liði ÍBV er spáð 5. sætinu í í Olís deild kvenna en Fram er spáð sigri, nýliðum Aftureldingar er spáð falli. Karlalið ÍBV hafnaði í 3. sæti […]

Fyrsti heimaleikur vetrarins

Fyrsti heimaleikur vetrarins í handboltanum fer fram í dag þegar stelpurnar í meistaraflokki fá Valsstúlkur í heimsókn í 8 liða úrslitum CocaCola bikarsins frá síðasta vetri. Sæti í Final 4  er í boði fyrir sigurliðið. Miðinn kostar 1.500 kr.- fyrir fullorðna og er seldur á staðnum, frítt fyrir yngri en 16 ára. (iðkendur ÍBV). Þeir […]

Hoppukastalar, pylsur, ís og sæti í efstu deild í boði

Í dag fá ÍBV strákarnir Þrótt í heimsókn, með sigri tryggja þeir sig upp í Pepsi Max deildina á næsta ári. Gleðin hefst klukkan 13:00 og verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og gefins ís, en leikurinn hefst svo klukkan 14:00 Frítt er á leikinn í boði Ísfélagsins sem býður einnig upp á veitingarnar ásamt Heildsölu Karls […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.