Átta ungar og efnilegar knattspyrnukonur skrifuðu undir samning við ÍBV í vikunni sem leið. Þessar stelpur hafa komið upp alla yngri flokka ÍBV og eru miklar vonir bundnar við þær næstu ár eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ÍBV.
Stelpurnar eru Berta Sigursteinsdóttir, Helena Jónsdóttir, Inga Dan Ingadóttir, Ragna Sara Magnúsdóttir, Selma Björt Sigursveinsdóttir, Sunna Einarsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir.
Þóra Björg skoraði sjö mörk í sumar og var valin efnilegust í meistaraflokki félagsins. Selma Björt var markahæst í 2. flokki félagsins með 10 mörk en þar var Helena valin best, Ragna efnilegust og Thelma ÍBV-ari ársins.
Stelpurnar léku flestar mikilvæg hlutverk í meistaraflokki félagsins í ár og vonast ÍBV til þess að allar þessar stelpur muni koma til með að leika lykilhlutverk þar í framtíðinni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst