Kristrún framlengir við ÍBV

Handboltakonan Kristrún Ósk Hlynsdóttir skrifaði fyrr í sumar undir eins árs samning við ÍBV. Kristrúnu þekkja allir ÍBV-arar enda hefur hún leikið með liðinu undanfarin ár. Kristrún lék til að mynda alla 18 deildarleikina í Olís deild kvenna á síðasta tímabili og skoraði í þeim 38 mörk. Við erum mjög ánægð að hafa tryggt okkur […]
ÍBV mætir Fram í bikarnum

Dregið hefur verið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lið ÍBV dróst á móti Fram en bæði lið leika í Lengjudeild karla. Leikdagur skv. mótaskrá er 10. september. Einum leik í 16-liða úrslitum er ólokið, viðureign Vals og ÍA. Leikirnir í 8-liða úrslitum: FH – Stjarnan ÍBV – Fram Valur/ÍA – HK Breiðablik – KR (meira…)
Þjóðhátíðarblaðið afhent kl. 14.00 í dag

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020 er komið út, en um helgina ganga sölubörn í hús í Eyjum þar sem hægt verður að nálgast blaðið. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið í dag, laugardaginn 1. ágúst, milli kl. 14.00 og 14.30 til að fá afhent blöð. Blaðið fór í sölu í gær og var sölubörnum vel […]
Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2020

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja kemur út föstudaginn 31. júlí þrátt fyrir að Þjóðhátíð 2020 falli niður. Sölubörn eru hvött til að koma í Týsheimilið, föstudaginn 31. júlí kl. 15.00 þar sem þau fá blöð til að selja. Í ljósi hertra takmarkana og sóttvarnarráðstafana, sem kynntar voru í dag og taka gildi á morgun, er rétt að geta […]
Styrktartónleikar á laugardagskvöldið

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskaði eftir umsögn Vestmannaeyjabæjar um umsókn Svövu Kristínar Grétarsdóttur um leyfi til að halda styrktartónleika á bílastæði bakvið húsið við Strandveg 50, þann 1. ágúst nk., frá kl. 23:00 til kl. 03:30 þann 2. ágúst nk. Bæjarráð veitir umsókninni jákvæða umsögn að því gefnu að farið sé að skilyrðum sýslumanns og með […]
Suðurlandsslagur á Hásteinsvelli

Í dag klukkan 18.00 mætast á Hásteinsvelli ÍBV og Selfoss í Pepsí Max deild kvenna. ÍBV situr í níunda sæti deildarinnar með sex stig og getur með sigri lyft sér upp úr fallsæti. Selfoss stúlkur eru með 10 stig í fjórða sæti. (meira…)
Björn Viðar Björnsson gerir nýjan samning við ÍBV

Björn Viðar skrifaði fyrr í sumar undir nýjan 1 árs samning við ÍBV. Björn Viðar hefur leikið með liðinu síðustu 2 tímabil við góðan orðstír. Hann tók skóna víðfrægu af hillunni fyrir tímabilið 2018-19, þegar hann hljóp undir bagga þegar markmannsvandræði komu upp í byrjun tímabils og hefur hann stimplað sig virkilega vel inn hjá […]
Þróttarar mæta á Hásteinsvöll

Áttundu umferð Lengjudeildar karla líkur í dag þegar Eyjamenn taka á móti liði Þróttar Reykjavík. ÍBV þarf á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar. Þróttarar sitja í næst neðsta sæti deildarinnar með eitt stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00. (meira…)
Eyjamenn fara á Ísafjörð

Sjöunda umferð Lengjudeildar karla fer fram í dag. Eyjamenn mæta liði Vestra en leikið er á Olísvellinum á Ísafirði og hefst leikurinn klukkan 17.30. ÍBV er í toppsæti deildarinnar með 14 stig þrátt fyrir að hafa gert jafntefli í tveimur síðustu leikjum. Vestri er með 10 stig í áttunda sæti. (meira…)
ÍBV afþakkar sæti í Evrópukeppni næsta vetur

Á þriðjudaginn rann út frestur til að skrá sig til þátttöku í Evrópukeppnum EHF. Alls eru fimm félagslið skráð til keppni frá Íslandi en Valsmenn skráðu sig til leiks í Evrópudeild karla og Afturelding og FH skráðu sig til leiks í EHF keppni karla. Valur og KA/Þór skráðu sig í EHF keppni kvenna. Karlalið ÍBV […]