Rútuferðir í boði Ísfélagsins

ÍBV og Valur mætast í úrslitaleik Powerade-bikarsins í handknattleik karla á laugardagin klukkan 16:00. Ákveðið hefur veirð að efna til hópferðar á leikinn en það er eins og áður Ísfélagið sem býður stuðuningsmönnum ÍBV upp á rúruferðir í Laugardalinn. Skráning í rútuferðir fer fram hér: https://docs.google.com/…/1FAIpQLScH8C5GLpI…/viewform… Miðasala á leikinn er hafin hér: https://stubb.is/events/nd7Wvb Ljósmynd: HSÍ […]

Jólasíld Ísfélagins – Gott að gleðja fyrir jólin

„Jólasíld Ísfélagsins nýtur mikilla vinsælda og hefur magnið verið aukið frá ári til árs vegna mikillar eftirspurnar,“ segir Hildur Hrönn Zoega Stefánsdóttir verkstjóri í Ísfélaginu. Upphaflega var jólasíldin hugsuð fyrir starfsmenn og viðskiptavini Ísfélagsins en frá árinu 2021 hóf Ísfélagið að gefa bæjarbúum síld í tilefni 100 ára afmæli Ísfélagsins og segir Hildur að þau […]

Markaðsvirði Ísfélagsins 110 milljarðar

Nýlokið er fundi þar sem hluta­fjárút­boð Ísfé­lags­ins var kynnt. Þar kom fram mjög fjölbreytt starfsemi félagsins sem er með starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu og með öflugan flota uppsjávar- og botnfiskskipa. Á fundinum fór Stefán Friðriks­son, fram­kvæmda­stjóri yfir rekstur Ísfélags sem stendur traustum fótum í íslenskum sjávarútvegi. Ari­on banki, ásamt Íslands­banka og Lands­bank­an­um eru […]

Þrettán framúrskarandi í Vestmannaeyjum

Í 13 ár hefur Creditinfo unnið greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitt Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra. Framúrskarandi fyrirtæki í sem skráð eru í Vestmannaeyjum eru alls 13 í ár og hefur fjölgað um […]

Ísfélagið og Rammi sameinuðust í dag undir nafninu Ísfélag hf.

Á hluthafafundi Ísfélags Vestmannaeyja hf í dag samþykktu hluthafar að sameinast Ramma hf. Ísfélagið er yfirtökufélagið og munu hluthafar Ramma fá hlutabréf í Ísfélaginu. Félagið mun bera nafnið Ísfélag hf enda er nú starfsemi félagsins á fjórum stöðum um landið; í Eyjum, á Þórshöfn, á Siglufirði og í Þorlákshöfn. Um fjörutíu manns, hluthafar og starfsmenn, […]

Áfram fríar rútuferðir

Boðið verður upp á rútuferð í leik 4 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Ísfélagið og Herjólfur bjóða þér frítt far! Ísfélagið býður stuðningsmönnum fría rútuferð og Herjólfur miða í ferjuna fyrir þá sem ferðast með rútunni. Við þökkum þeim kærlega fyrir […]

Heimila samruna Ísfélagsins og Ramma

Sam­keppnis­eft­ir­litið (SKE) tel­ur ekki for­send­ur til íhlut­un­ar vegna  samruna Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Ramma, Morgunblaðið fjallaði um málið um helgina. Til­kynnt var um samruna út­gerðarfé­lag­anna í lok des­em­ber sl. Sam­einað fé­lag mun heita Ísfé­lagið hf. jafn­framt stendur til að skrá fé­lagið á markað. Í niður­stöðu SKE kem­ur fram að ekki séu vís­bend­ing­ar fyr­ir hendi til þess […]

Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn

ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]

Ís­fé­lagið kaupir yfir 8 milljarða hlut í Ice Fish Farm

Ísfélag Vestmannaeyja, eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, hefur náð samkomulagi um kaup á tæplega 16% hlut í fiskeldisfyrirtækinu Ice Fish Farm AS, sem hét áður Fiskeldi Austfjarða. Ætla má að kaupverðið hafi verið nálægt 650 milljónum norskra króna, eða um 8,6 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt á vef Viðskiptablaðsins. Þar segir að verðið […]

Ísfélagið – Dagatal með sexy-myndum til góðs

Þau eru stór hjörtun á Dala-Rafn VE, en áhöfnin er að hefja sölu á dagatali til styrktar Krabbavörnum í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóels Þórs, var áhöfnin á heimstími og kom þá upp sú hugmynd að gera það sama og slökkvilið víðs vegar hafa gert, að búa til dagatöl með “sexy” myndum af áhafnarmeðlimum og selja […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.