Ísfélag Vestmannaeyja 120 ára

Ísfélag Vestmannaeyja hf. var stofnað 1. desem­ber 1901 og fagnar 120 ára afmæli í dag. Félagið er elsta starfandi hlutafélag landsins. Í tilefni afmælisins verður gefið út veglegt rit sem dreift verður í öll hús og fyrirtæki næstu daga, bæði hér í Eyjum og á Þórshöfn. Ritið er 140 síður og fjallar um sögu félagsins […]

Leki kom að Sigurði VE – uppfært

Sigurður VE fjölveiðiskip Ísfélagsins þurfti að snúa aftur til hafnar rétt eftir brottför frá Vestmannaeyjum þar sem vart var við leka um borð í skipinu samkvæmt heimildum Eyjafrétta. Töluverður viðbúnaður var þegar skipið kom rétt í þessu og var meðal annars lögregla, slökkvilið og sjúkrabíll mætt á staðinn þegar Sigurður kom að bryggju. Ekki hefur […]

Ísfélagið eykur styrk sinn við ÍBV

Í síðustu viku skrifuðu Aðalstjórn ÍBV og Ísfélag Vestmannaeyja hf. undir nýjan þriggja ára samstarfssamning. Í tilefni af 120 ára afmæli Ísfélagsins var styrkurinn aukinn og mun Ísfélagið vera sýnilegra í starfi ÍBV á næstu þremur árum í knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og unglingaráði félagsins. Samstarfssamningurinn er mikilvægur fyrir ÍBV sem hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni […]

Ísfélagið kaupir uppsjávarskip

Ísfélag Vestmannaeyja hefur bætt við skipakost sinn en skipið heitir Ginneton og var smíðað hjá Karstensen í Danmörku 2006. Um er að ræða uppsjávarskip bæði fyrir nót og flotvörpu og er með 1348m3 tankarými fyrir afla. Skipið er 1337 brúttotónn, 62,6m að lengd og 12,8m á breidd. Aðalvél skipsins er af gerðinni MAN Alpha Diesel […]

Ellefu framúrskarandi fyrirtæki í Vestmannaeyjum

44 fyrirtæki af 853 á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki eru staðsett á Suðurlandi, eða rúm 5 prósent. Athygli vekur að fjórðungur þessara fyrirtækja, 11 alls, eru í Vestmannaeyjum, en þau skipa líka þrjú af fimm efstu sætum listans á Suðurlandi. Næst á eftir Vestmannaeyjum í fjölda fyrirtækja á listanum er svo Selfoss með 10 […]

Ísfélagið með mesta loðnukvótann

Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um. Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt […]

Hoppukastalar, pylsur, ís og sæti í efstu deild í boði

Í dag fá ÍBV strákarnir Þrótt í heimsókn, með sigri tryggja þeir sig upp í Pepsi Max deildina á næsta ári. Gleðin hefst klukkan 13:00 og verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og gefins ís, en leikurinn hefst svo klukkan 14:00 Frítt er á leikinn í boði Ísfélagsins sem býður einnig upp á veitingarnar ásamt Heildsölu Karls […]

Ísfélagið og VSV afhenda nýtt höggbylgjutæki

Í vikunni var tekið í notkun nýtt höggbylgjutæki hjá sjúkraþjálfurunum í Eyjum. Tækið er fjármagnað af Ísfélaginu og Vinnslustöðinni og er ætlað til notkunar hér í Eyjum fyrir skjólstæðinga sjúkraþjálfaranna. Tækið kemur til með að nýtast fjölmörgum einstaklingum sem glíma t.d við taugaskaða, spasma, stoðkerfisvanda, vöðvaspennu ofl.og mun án efa hafa jákvæð áhrif. Með framlagi […]

Fiskistofa tók tilboði Sigurðar VE 15

Sigurður VE við bryggju

Fiskistofa birti í dag niðurstöðu tilboðsmarkaðarins í júní. Úrvinnslu var þar með lokið á aflamarkaðsskiptum. Alls bárust 37 tilboð, þar af voru 5 afturkölluð í samræmi við 4. gr. reglugerðar um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2020/2021 nr. 726/2020. Að þessu sinni var 7.453.231 aflamark af makríl í boði og samþykkt voru 976.380 aflamark af þorski. […]

Milljón kíló af fiski á dag

Vestur af Skansinum er stór og mikil verksmiðja sem margir hafa séð en færri hafa augum litið innan frá. Fiskimjölsverksmiðja Einars Sigurðssonar tók til starfa árið 1963 og hefur því verið starfrækt í 58 ár. Með tæknivæðingu og auknum hreinlætis- og gæðakröfum hefur starfsemi verksmiðjunnar ekki verið eins sýnileg bæjarbúum og áður fyrr. Páll Scheving […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.