Í síðustu viku skrifuðu Aðalstjórn ÍBV og Ísfélag Vestmannaeyja hf. undir nýjan þriggja ára samstarfssamning. Í tilefni af 120 ára afmæli Ísfélagsins var styrkurinn aukinn og mun Ísfélagið vera sýnilegra í starfi ÍBV á næstu þremur árum í knattspyrnudeild, handknattleiksdeild og unglingaráði félagsins.
Samstarfssamningurinn er mikilvægur fyrir ÍBV sem hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna tveggja þjóðhátíða sem felldar hafa verið niður og er það mikill styrkur fyrir ÍBV að Ísfélag Vestmannaeyja komi að starfinu með þessum hætti. Báðir aðilar samningsins eru sammála um að leiðin liggi aðeins upp á við hjá öllum deildum ÍBV!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst