Hrognavinnsla hafin

Sigurður VE við bryggju

„Það er byrjað að landa úr Sigurði hann er með tæp 1000 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu kátur í morgunsárið. Bæði Heimaey og Sigurður komu til hafnar í nótt en Heimaey var með fullfermi að sögn Eyþórs. „Við erum að dæla í nýju tankana núna í fyrsta skiptið. Tilkoma þeirra gerir það að […]

Rúm 6000 tonn af loðnukvóta til Eyja

Samkvæmt reglugerð nr. 60/2021 um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrarvertíð 2021, hefur Fiskistofa úthlutað 19.043 tonnum af loðnu á grundvelli aflahlutdeilda. Af þessum rúmlega nítján þúsund tonnum renna 6.154 tonn til Útgerða í Vestmannaeyjum. Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 726/2020 eru 5,3% dregin frá úthlutununum. Skiptingu aflamarks má sjá hér að neðan: (meira…)

Dala Rafn rakst á Elliðaey

Óhapp varð í gærkvöldi þegar Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum. Málsatvik eru óljós að svo stöddu. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins gat lítið tjáð sig um málið en staðfesti að óhapp hafi átt sér stað og báturinn hafi komist til hafnar án aðstoðar og verið sé að kanna […]

Fisk­vinnsla, tank­ar og tækninýj­ung­ar í Eyj­um

Mikl­ar fram­kvæmd­ir hafa verið hjá stóru sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um í Vest­manna­eyj­um, Ísfé­lag­inu, Vinnslu­stöðinni og Leo Sea­food, á síðustu árum og eru þau enn að. Fjallað er um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag. „Í frysti­hús­inu byggðum við frysti­klefa og flokk­un­ar­stöð á ár­un­um 2015 og 2016. Í FES, bræðslunni okk­ar, byggðum við einn stór­an hrá­efn­istank 2013 og fjóra […]

Myndband um æviskeið Ása í Bæ

Við settum saman þetta skemmtilega myndband um æviskeið Ása í Bæ fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í tilefni af uppsetningu á bronsstyttu af Ása við smábátahöfnina. Hljóð og myndefni er fengið frá Ríkisútvarpinu, Sigurgeir Jónassyni og úr safni fjölskyldu Ása. Nánar er fjallað um ævi og verk Ása í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. (meira…)

Ási í Bæ mættur á bryggjuna

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása […]

Ísfélagið bætir í flotann

Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð. Þess má til gamans […]

Níu frá Vestmannaeyjum lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

20200409 114314

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Að mati sérfræðinga hjá Creditinfo gæti fækkunin á […]

Sjáðu tankana rísa á þrem mínútum – myndband

Nýir hráefnistankar Ísfélagsins við FES komu til landsins laugardaginn 12. september og settir upp á sinn stað fyrr í vikunni. Við höfum sett saman myndband sem sýnir ferlið allt frá uppskipun og þar til uppsetningu er lokið. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um tankana og staðsetningu þeirra en ferlið sjálft er í það minnsta áhugavert. Myndbandið er svo kallað […]

Tankarnir rísa

Vinna stendur nú yfir við að reisa fjóra nýja hráefnistanka Ísfélagsins við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Tankarnir komu til landsins um miðjan mánuðinn. Tönkunum er ætlað að flýta fyrir löndun á loðnuvertíð til þess að unnt sé að koma skipum aftur til veiða sem fyrst. Það er Jáverk sem annast það að koma tönkunum á sinn stað. […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.