Hrognavinnsla hafin

„Það er byrjað að landa úr Sigurði hann er með tæp 1000 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu kátur í morgunsárið. Bæði Heimaey og Sigurður komu til hafnar í nótt en Heimaey var með fullfermi að sögn Eyþórs. „Við erum að dæla í nýju tankana núna í fyrsta skiptið. Tilkoma þeirra gerir það að […]
Rúm 6000 tonn af loðnukvóta til Eyja

Samkvæmt reglugerð nr. 60/2021 um loðnuveiðar íslenskra skipa á vetrarvertíð 2021, hefur Fiskistofa úthlutað 19.043 tonnum af loðnu á grundvelli aflahlutdeilda. Af þessum rúmlega nítján þúsund tonnum renna 6.154 tonn til Útgerða í Vestmannaeyjum. Í samræmi við 1. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 726/2020 eru 5,3% dregin frá úthlutununum. Skiptingu aflamarks má sjá hér að neðan: (meira…)
Dala Rafn rakst á Elliðaey

Óhapp varð í gærkvöldi þegar Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum. Málsatvik eru óljós að svo stöddu. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins gat lítið tjáð sig um málið en staðfesti að óhapp hafi átt sér stað og báturinn hafi komist til hafnar án aðstoðar og verið sé að kanna […]
Fiskvinnsla, tankar og tækninýjungar í Eyjum

Miklar framkvæmdir hafa verið hjá stóru sjávarútvegsfyrirtækjunum í Vestmannaeyjum, Ísfélaginu, Vinnslustöðinni og Leo Seafood, á síðustu árum og eru þau enn að. Fjallað er um þessar framkvæmdir í Morgunblaðinu í dag. „Í frystihúsinu byggðum við frystiklefa og flokkunarstöð á árunum 2015 og 2016. Í FES, bræðslunni okkar, byggðum við einn stóran hráefnistank 2013 og fjóra […]
Myndband um æviskeið Ása í Bæ

Við settum saman þetta skemmtilega myndband um æviskeið Ása í Bæ fyrir Ísfélag Vestmannaeyja í tilefni af uppsetningu á bronsstyttu af Ása við smábátahöfnina. Hljóð og myndefni er fengið frá Ríkisútvarpinu, Sigurgeir Jónassyni og úr safni fjölskyldu Ása. Nánar er fjallað um ævi og verk Ása í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. (meira…)
Ási í Bæ mættur á bryggjuna

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása […]
Ísfélagið bætir í flotann

Ísfélagið hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Hardhaus sem smíðað var í Noregi árið 2003. Skipið er útbúið bæði til flottrolls- og nótaveiða. Það er 68,8 metra langt og 13,8 metra breitt. Í því er 6.120 hestafla aðalvél af gerðinni Wartsila 9L32. Lestar skipsins eru 12 talsins, samtals 1.955 rúmmetrar að stærð. Þess má til gamans […]
Níu frá Vestmannaeyjum lista yfir framúrskarandi fyrirtæki

Creditinfo hefur birt lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2019. Þetta er í ellefta sinn sem Creditinfo veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu en í ár eru 842 fyrirtæki á listanum eða um 2% allra virkra fyrirtækja á Íslandi. Framúrskarandi fyrirtækjum fækkar lítillega á milli ára en í fyrra voru 887 fyrirtæki á listanum. Að mati sérfræðinga hjá Creditinfo gæti fækkunin á […]
Sjáðu tankana rísa á þrem mínútum – myndband

Nýir hráefnistankar Ísfélagsins við FES komu til landsins laugardaginn 12. september og settir upp á sinn stað fyrr í vikunni. Við höfum sett saman myndband sem sýnir ferlið allt frá uppskipun og þar til uppsetningu er lokið. Ljóst er að sitt sýnist hverjum um tankana og staðsetningu þeirra en ferlið sjálft er í það minnsta áhugavert. Myndbandið er svo kallað […]
Tankarnir rísa

Vinna stendur nú yfir við að reisa fjóra nýja hráefnistanka Ísfélagsins við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins. Tankarnir komu til landsins um miðjan mánuðinn. Tönkunum er ætlað að flýta fyrir löndun á loðnuvertíð til þess að unnt sé að koma skipum aftur til veiða sem fyrst. Það er Jáverk sem annast það að koma tönkunum á sinn stað. […]