Óhapp varð í gærkvöldi þegar Dala Rafn VE sigldi utan í Elliðaey við komu til hafnar í Vestmannaeyjum. Málsatvik eru óljós að svo stöddu. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins gat lítið tjáð sig um málið en staðfesti að óhapp hafi átt sér stað og báturinn hafi komist til hafnar án aðstoðar og verið sé að kanna tjón á bátnum.
Dala Rafn VE-508 er skuttogari í eigu Ísfélags Vestmannaeyja. Báturinn var smíðaður í Póllandi árið 2007.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst