Sundlaugar opna og íþróttir heimilar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi 10. desember næstkomandi. Varfærnar tilslakanir verða gerðar á reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og gilda breytingarnar til 12. janúar. Reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar verður að mestu óbreytt til áramóta en gert er ráð fyrir að kynna fljótlega nýjar reglur […]

Auglýst verður leiga á líkamsræktarsalnum

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni var framhald af 4. máli 251. fundar fjölskyldu- og tómstundaráðs frá 29. september 2020. Þar óskaði Líkamsræktarstöðin ehf eftir að framlengja samning um leigu á líkamsræktarsal í Íþróttamiðstöðinni um eitt ár í senn en samningurinn er að renna út um næstu áramót. Ráðið getur ekki orðið við þeirri […]

Líkamsræktarstöðvar opnar með skilyrðum

Ákvæði nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum sem heimilar opnun líkamsræktarstöðva að uppfylltum ströngum skilyrðum, byggist á því að jafnræðis og meðalhófs sé gætt. Horft er til þess að sömu skilyrði gildi um íþróttaiðkun og líkamsrækt, þ.e. að iðka megi hvoru tveggja ef regla um 20 manna hámarksfjölda og 2 metra nálægðarmörk er virt. […]

Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel þrátt fyrir Covid

Grétar þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar mætir á fund Fjölskyldu- og tómstundaráðs og fór yfir starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar. Starfsemi Íþróttamiðstöðvarinnar gengur vel og hefur tekist ágætlega að glíma við erfiðar aðstæður. Góð aðsókn er í sundlaugina og lítil breyting frá síðasta ári þrátt fyrir Covid. Gætt er vel að sóttvörnum. Núverandi fjöldatakmarkanir eru það rúmar að ekki […]

Lýsa yfir áhyggjum af ástandi íþróttahúsanna

Lagt var fram minnisblað um stöðu framkvæmda hjá Vestmannaeyjabæ á fundi bæjarráðs í gær. Töluverður fjöldi framkvæmda hefur átt sér stað undanfarna mánuði og í minnisblaðinu er rakin staða einstakra framkvæmda. Jafnframt var lögð fram sérstök greinargerð um framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á þessu ári. Töluvert meiri þörf var á kostnaðarsömu viðhaldi við Íþróttamiðstöðina en gert […]

Framkvæmdir við hreystivöll hefjast í næstu viku

Hreystivöllur verður settur upp við íþróttamiðstöðina í sumar en áætlað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í næstu viku. „Tækin og undirlag eru komin og búið er að hanna og teikna hvernig hann á að vera,“ sagði Linda Rós Sigurðardóttir starfsmaður á Umhverfis og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar sem hefur umsjón með verkinu. Völlurinn verður stallaður á og gerfigras […]

Sundlaugargestir ánægðir í morgunsárið

Sundlaugin opnaði stundvíslega klukkan 6:15 í morgun. “Mætingin var ágæt í morgun enn ekkert í líkingu við það sem var í bænum, enda voru þa aðallega unglingar sem mættu kl 00:01 enn þessi hópur er sofandi til hádegis,” sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður í íþróttamiðstöinni í morgun og glotti. “Andinn var frábær og almenn ánægja […]

Fyrirkomulag sundlauga eftir 18. maí

Sundlaugin í Vestmannaeyjum hefur verið lokuð frá 19. mars. Þá greindist starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar með kórónuveirusýkingu. Öðrum sundlaugum landsins var svo lokað 24. mars og hefur verið lokað síðan. Tilkynnt var í byrjun þessa mánaðar að þær yrðu opnaðar á ný 18. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í gær að hann myndi leggja til […]

Tímabundin lokun Íþróttamiðstöðvar

Starfsmaður Íþróttamiðstöðvar hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka Íþróttamiðstöðinni á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Starfsfólk fer í úrvinnslukví á meðan […]

Allt sprittað á klukkustunda fresti og lyft í hönskum

Í gær bárust fréttir af því af höfuðborgarsvæðinu að sundlaugarstarfsmenn þyrftu stöðugt að vera að rífast við fólk sem neitaði að hlýða reglum um hversu margir mættu vera í heitu pottunum og annarsstaðar á sundlaugasvæðinu. Við heyrðum í Grétari Eyþórssyni forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum og spurðum hvernig hefði gengið þessa fyrstu daga við breyttar aðstæður. […]