Breytt deiliskipulag Íþróttasvæðis við Hástein

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 22. febrúar 2024 að auglýsa breytingu á deiliskipulag Íþróttasvæði við Hástein, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir nýjum byggingareit, Þ3, að stærð 15x60m á allt að tveim hæðum fyrir búningsklefa og skrifstofurými norðan við fjölnota íþróttasal. Skipulagsgögnin eru til sýnis í afgreiðslu í Ráðhúsi Vestmannaeyja, á skipulagsgátt á vefsíðu sveitarfélagsins og […]

Skerpa á tóbaksbanni

Vestmannaeyjabær áréttar í tilkynningu í vikunni að öll tóbaksnotkun er bönnuð í og við húsnæði sveitarfélagsins. Sérstaklega vill Vestmannaeyjabær minna á bannið í og við Íþróttamistöðina. Bann við tóbaksnotkun á við um allt tóbak og nær til Íþróttamiðstöðvar og lóðar sem tilheyrir henni, sjá tóbaksvarnarlög og reglugerð þar að lútandi. Mest ber á notkun munntóbaks […]

Byggjum upp með framtíðina að leiðarljósi

Síðastliðinn vetur, í framhaldi af tíðum leka í Íþróttamiðstöðinni, ritaði ég á fésbókarvegginn minn vangaveltur um framtíðarsýn varðandi Íþróttamiðstöðina. Mig langar aðeins að varpa þeim fram aftur og þá sérstaklega eftir að hafa skoðað ný húsnæði á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölþætt þjónusta sveitarfélaga er undir sama þaki eða samtengd. Við í Vestmannaeyjum stöndum frammi fyrir […]

Nýjasti Eyjamaðurinn er forstöðumaður

Nýverið var ráðinn nýr forstöðumaður hjá Íþróttamiðstöðinni, hann á ekki ættir að rekja til Vestmannaeyja en er í stórum vinahóp þar sem margir eiga sterkar rætur til Eyja. Hann flytur hingað um leið og hann tekur við starfinu en hefur í raun haft annan fótinn hér um nokkurt skeið. Ástæðan fyrir þessu öllu saman, er […]

Covid smit á stofnunum bæjarins

Vestmannaeyingar hafa ekki farið varhluta af aukningu smita í Vestmannaeyjum undanfarið. Haustið var reyndar rólegt, en nú hefur Covid smitum fjölgað. Í fétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að í síðustu viku hafi komið upp smit hjá barni á einum kjarna á leikskólanum Sóla. Börn og kennarar skólans fóru í sóttkví sem líkur […]

Skemmdarverk unnin á botni sundlaugarinnar

Sundlaug Vestmannaeyja verður lokuð frá fimmtudeginum 18. til sunnudagsins 21. nóvember. Þá standa yfir viðgerðir vegna skemmda sem unnar voru á botni laugarinnar s.l. sunnudag. Tæma þarf laugina að sögn Grétars Þórs Eyþórssonar forstöðumanns íþróttamiðstöðvarinnar og lagfæra lista á botni laugarinnar. Grétar sagði í samtali við Eyjafréttir að ungir drengir hafi gert það að leik […]

Fjölmennasta bólusetningin í Vestmannaeyjum

Í dag verður stærsta bólusetningin hjá okkur til þessa. Hátt í 500 manns verða bólusett og Vestmannaeyjabær kemur til aðstoðar við undirbúning. Fer bólusetning fram í gamla íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni. Þar munum við eiga auðveldara með að forðast of þétta hópa og halda fjarlægðartakmörk auk þess sem fólk þarf að hinkra í nokkrar mínútur áður […]

Hressó áfram í Íþróttamiðstöðinni

Á fundi fjölskyld- og tómstundaráðs í gær var meðal annars farið yfir tilboð á leigu á líkamsræktarsal Íþróttamiðstöðvar. Alls bárust þrjú tilboð; GYM heilsa, bræðurnir Gunnlaugur Örn/Jón Þór og frá Líkamsræktarstöðinni ehf. Tilboðin voru metin út frá þremur þáttum, þ.e. verðtilboði í leigu (50% vægi), verð árskorta (40% vægi) og tilboð í umsýslukostnað vegna sölu […]

Mikil gleði hér í morgunn

Sundlaug Vestmannaeyja opnaði klukkan sex í morgunn. Sundlaugunum landsins var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag. “Það var mikil gleði hér í morgunn þegar okkar fastagestir mættu með bros á vör eftir […]