Vestmannaeyingar hafa ekki farið varhluta af aukningu smita í Vestmannaeyjum undanfarið. Haustið var reyndar rólegt, en nú hefur Covid smitum fjölgað. Í fétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar er greint frá því að í síðustu viku hafi komið upp smit hjá barni á einum kjarna á leikskólanum Sóla. Börn og kennarar skólans fóru í sóttkví sem líkur í dag með sýnatöku. Um helgina kom upp smit hjá starfsmanni í Íþróttamiðstöðinni og verður hluti starfsfólks í sóttkví næstu daga. Reynt verður að halda starfseminni óskertri.
Samkvæmt nýjustu tölum frá HSU eru nú 36 einstaklingar í sóttkví og 23 í einangrun í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst