Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs vegna málaflokks fatlaðra tæpir 36,9 milljarðar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka áætluð framlög sjóðsins vegna málaflokks fatlaðs fólks á árinu 2024 um 5,8 milljarða króna og nema áætluð framlög sjóðsins vegna reksturs málaflokksins nú tæpum 36,9 milljörðum króna. Hækkunina má rekja til samkomulags sem ríki og sveitarfélög skrifuðu undir 15. desember 2023 um […]
Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs hækkuð um 750 milljónir

Innviðaráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2023 um 750 milljónir króna. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag skv. A-hluta framlaganna nemur því 13.950 m.kr. Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar við skólaakstur […]
Framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hækkuð

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 hefur verið lagt fram á Alþingi. Framlög til verkefna innviðaráðuneytis nema 111,6 milljörðum króna og þar af nema framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga tæpum 31,8 milljarði króna. Um er að ræða hækkun um 3,4 milljarða eða um 12%. Framlög til byggðamála nema rúmum 1,8 milljarði króna. Endurskoðun sveitarstjórnarlaga og regluverks Jöfnunarsjóðs 31.763 […]
Framlög til Vestmannaeyjabæjar skerðast um 184 milljónir

Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs sem fram fór í gær. Í samráðsgátt stjórnvalda er að finna til umsagnar frumvarp til laga og skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er 27. mars 2023. Markmiðið er að bæta gæði jöfnunar, einfalda útreikninga og skipulag sjóðsins og að Jöfnunarsjóður […]
Gagngerar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Gagngerar breytingar verða gerðar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt tillögum sem birtar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda. Breytingarnar miða að því að styrkja jöfnunarhlutverk sjóðsins og mæta miklum breytingum sem hafa orðið í samfélaginu. Í samráðsgátt eru hvort tveggja til umsagnar drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og drög að frumvarpi til […]
Listi yfir meðalútsvar sveitarfélaga 2023

Í fréttatilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá 22. desember sl. var tilkynnt um breytingar á staðgreiðslu um áramót. Að þessu sinni voru breytingarnar kynntar í kjölfar þriðja samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Samkomulagið felur í sér að hlutdeild í útsvarstekjum sveitarfélaga sem rennur til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til jöfnunar vegna […]
Áætluð tekjujöfnunarframlög fyrir árið 2021

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga ársins 2021. Að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins nemur áætluð heildarfjárhæð framlaganna 1.400 m.kr. sem er hækkun um 150 m.kr. frá árinu 2020. Við útreikning framlaganna er gengið út frá hámarkstekjumöguleikum sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti. Einungis kemur til greiðslu […]
Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2021 hækkuð um einn milljarð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2021 um einn milljarð króna. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag skv. A-hluta framlaganna nemur því 10.200 m.kr. Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar […]
Heildarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 53,4 milljarðar árið 2020

Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var haldinn í gær og samhliða fundinum kom út ársskýrsla sjóðsins fyrir rekstrarárið 2020. Heildarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu tæpum 53,4 milljörðum króna árið 2020. Framlög Jöfnunarsjóðs skiptast í bundin framlög, sérstök framlög, jöfnunarframlög, jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla og jöfnunarframlög vegna málefna fatlaðra. Framlög vegna málefna fatlaðra námu tæplega 20,4 milljörðum kr. á árinu en […]
Áætluð framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2022

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt eftirfarandi tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaðar úthlutanir framlaga á árinu 2022. Framlög til sveitarfélaga til jöfnunar á tekjutapi vegna fasteignaskatts árið 2022 Ráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar um áætlaða heildarúthlutun framlaga vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2022, sbr. reglugerð, nr. 80/2001 með síðari breytingum. Á grundvelli áætlunar […]