Nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaða áætlun um úthlutanir framlaga vegna málefna fatlaðs fólks á árinu 2021. Breytingar milli fyrstu og annarrar áætlunar 2021 byggja á uppfærðum upplýsingum sem borist hafa frá þjónustusvæðum og með samkeyrslu við þjóðskrá. Dæmi um slíkar breytingar er lögheimilisflutningur þjónustuþega og uppfærðar kostnaðarupplýsingar. Ný áætlun […]
Ný reglugerð um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur sett reglugerð með nýjum og breyttum ákvæðum um starfsemi Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Meginmarkmið nýrrar reglugerðar er að veita aukinn stuðning til sveitarfélaga vegna úrbóta sem gerðar eru í aðgengismálum fatlaðs fólks. Sérstaklega er kveðið á um að Fasteignasjóði sé heimilt, á árunum 2021 og 2022, að úthluta samtals 363 m.kr. í sérstök framlög […]
Reykjavíkurborg verður ekki við áskorun Vestmannaeyjabæjar

Á fundi bæjarráðs í síðustu viku fór bæjarstjóri yfir svar Reykjavíkurborgar dags. 19. janúar sl., við áskorun Vestmannaeyjabæjar dags. 7. desember sl., um að Reykjavíkurborg dragi til baka kröfu sína á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um greiðslu fjárhæðar vangreiddra framlaga úr sjóðnum. Að mati Vestmannaeyjabæjar sé ljóst að ef krafa Reykjavíkurborgar nái fram að ganga muni hún […]
Vestmannaeyjabær fær ekkert af viðbótarframlagi Jöfnunarsjóðs

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarjóðs sveitarfélaga frá 22. desember síðastliðnum um úthlutun sérstaks viðbótarframlags á árinu 2020 vegna þjónustu við fatlað fólk. Nemur upphæð framlagsins 196,7 milljónum króna. Nokkur stærri sveitarfélög fá ekkert af þessu viðbótarframlagi og eru Vestmannaeyjabær þar á meðal. Útreikningur á skiptingu 196,7 milljóna króna framlagsins byggist á rekstrarniðurstöðu […]
Úthlutun viðbótarframlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga að úthlutun viðbótarframlaga sem ætlað er að veita sveitarfélögum fjárhagslega viðspyrnu og til að verja lögbundna grunnþjónustu, ásamt reglugerð þar að lútandi. Framlögin eru hluti af aðgerðum sem fram komu í yfirlýsingu í tengslum við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um opinber fjármál sem fulltrúar ríkis og […]
Bæjarráð skorar á Reykjavíkurborg

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Fram hefur komið að Reykjavíkurborg hafi krafið Jöfnunarsjóð sveitarfélaga um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum og ætli að halda þeirri kröfu til streitu, þrátt fyrir að ríkið hafi hafnað henni. Ljóst er að muni krafan ná fram að ganga munu sveitarfélögin […]