Akstursþjónusta

Það er ekki rétt sem haldið er fram að í Eyjum sé ein lélegasta ferðaþjónustan (akstursþjóustan) heldur er vel hægt að færa rök fyrir öðru. Þjónustan er blönduð af akstursþjónustu með sérútbúinni ferðaþjónustubifreið sem sveitarfélagið rekur og í sumum tilfellum lánar út sem og niðurgreiðslu til einstaklinga sem nýta sér leigubifreiðaþjónustu. Með því er þörfum […]

Fjórar sóttu um stöðu leikskólastjóra á Kirkjugerði

Vestmannaeyjabær auglýsti í mars í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði en umsóknarfrestur rann út fyrr í þessum mánuði. Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs staðfesti í samtali við Eyjafréttir að fjórar umsóknir hefðu borist. En það voru þær: Sigríður Diljá Magnúsdóttir  – Leikskólakennari/deildarstjóri Anna Jóna Guðmundsdóttir – Leikskólastjóri Ásta Björk Guðnadóttir – Aðstoðarleikskólastjóri Eyja Bryngeirsdóttir […]

Að gefnu tilefni er rétt að upplýsa bæjarbúa um stöðuna á Hraunbúðum

Frá því HSU tók við rekstri dvalar- og hjúkrunarheimilisins á Hraunbúðum hefur það legið fyrir að HSU hafði ekki áhuga á að nýta eldhúsið og matsalinn. HSU vildi frekar fara í breytingar innanhúss og breyta núverandi seturými í miðjunni í matsal og mótttökueldhús. Allur matur kemur frá sjúkrahúsinu. Framkvæmdir á þessu eru þegar hafnar. Þegar […]

Ágæti ritstjóri Eyjafrétta

Sem framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar vill undirritaður koma á framfæri athugasemdum og útskýringum til blaðsins vegna innihalds í grein sem birtist í Eyjafréttum 1. tbl. 48. árg. þann 13.01.2021 undir fyrirsögninni „Grímulausir gjörningar“. Það skal tekið skýrt fram að tilgangurinn er ekki að taka þátt í deilumáli pólitískra flokka um umsóknar- og ráðningarferla hjá […]

Engin merki um aukið heimilisofbeldi í Vestmannaeyjum

Fé­lags­leg ein­angrun vegna CO­VID-19 eykur hættuna hjá þol­endum heimilis­of­beldis og hefur borið á því er­lendis að of­beldi heima við hafi aukist til muna. Skelfilegar fréttir af þessum efnum voru einnig áberandi við upphaf samkomu takmarkana á Íslandi. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar sagði í samtali við Eyjafréttir engin merki vera um aukningu á […]

Fíkniefnin eru enn til staðar, hafa færst í harðari efni

ÚRKLIPPAN / 21 ári seinna Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs segir hafa orðið breytingar frá þessum tíma. Fíkniefnin eru sem áður enn til staðar en eru að færast meira yfir í harðari efni. Sem fyrr eru alltaf ákveðnir aðilar í neyslu og sölu sem lögreglan þekkir vel til og er að takast á við. […]

Nýr samningur er mikil afturför frá fyrri samningi

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu eru samningsaðilar Vestmannaeyjabæjar og hafa umboð til að berjast fyrir hönd sveitafélagsins um bættan þjónustusamning við ríkið en Hraunbúir fellur undir þennan samning. “Yfirlýsing samningsnefndar SFV segir allt um stöðu mála í samskiptum við ríkið og lýsa vel stöðu reksturs Hraunbúða. Það er með ólíkindum hvernig framkoma ríkisins er í þessu […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.