Það er ekki rétt sem haldið er fram að í Eyjum sé ein lélegasta ferðaþjónustan (akstursþjóustan) heldur er vel hægt að færa rök fyrir öðru.
Þjónustan er blönduð af akstursþjónustu með sérútbúinni ferðaþjónustubifreið sem sveitarfélagið rekur og í sumum tilfellum lánar út sem og niðurgreiðslu til einstaklinga sem nýta sér leigubifreiðaþjónustu. Með því er þörfum fatlaðra og aldraðra mætt alla daga ársins og allan sólarhringinn.
Akstursþjónustan fer fram á virkum dögum á tímabilinu 7:30 til 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl.
Markmið þjónustunnar er að að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinnar á akstursþjónustu að halda kleift að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir.
Ellilífeyrisþegar sem nýta sér dagvist aldraðra Hraunbúðum geta sótt um akstursþjónustu. Þeir sem sækja dagvistun geta jafnframt sótt um akstur í sjúkraþjálfun (að hámarki 36 ferðir) og til læknis.
Vestmannaeyjabær veitir einnig akstursþjónustu utan hefðbundins tíma akstursþjónustunnar (viðbótarþjónusta).
Boðið er upp á fyrir niðurgreiðslu á kostnaði vegna leigubifreiða. Niðurgreiðslan er bundin við 900 kr ferðin og takmarkast við 10 ferðir á mánuði. Niðurgreiðslan miðast við ferðir á þeim tíma sem ekki er veitt akstursþjónusta á vegum sveitarfélagsins.
Fyrir fólk í hjólastól eða sem vegna fötlunar geta ekki nýtt sér leigubílaþjónustu heldur eru í þörf á sérútbúnum bíl getur pantað slíka þjónustu með minnst 2ja daga fyrirvara. Ef sameiginlegt mat notenda og þjónustuaðila er á þörfinni er bílstjóri fenginn til verksins og útkall greitt. Ferðafjöldinn miðast við 10 ferðir að hámarki á mánuði og gjald notenda er 300 kr. ferðin.
Í vissum tilfellum er hægt að fá lánaðan sérútbúinn ferðaþjónustubíl til fatlaðs fólks í hjólastól eða sem vegna fötlunar eru í þörf á sérútbúnum bíl. Leggja verður fram pöntun tímanlega. Bílstjóri verður að hafa viðeigandi ökuréttindi til að aka umrædda bifreið og ber ábyrgð á henni skv. umferðarlögum. Gjald fyrir láni á bifreiðinni er 800 kr og miðast við lán í 4 klst.
Vestmannaeyjabær er með samning við Blindrafélagið um að það taki að sér að veita ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu til einstaklinga með lögheimili í Vestmannaeyjum sem eru blindir og geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar
Virðingarfyllst
Jón Pétursson framkvæmdastjóri
fjölskyldu- og fræðslusviðs
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst