Stór skellur gegn KR

Fyrsti leikur eftir þjóðhátíð hefur oft verið erfiður Eyjamönnum. Svo var einnig í dag þegar ÍBV mætti KR í Bestu deild karla á Meistaravöllum. Niðurstaðan var 4:0 fyrir KR þannig að enn er á brattann að sækja fyrir ÍBV í botnbaráttunni. ÍBV er með tólf stig í níunda sæti og mætir FH, sem er í […]

Mikið í húfi þegar ÍBV heimsækir KR í dag

Í dag kl. 17.00 er enn einn mikilvægur leikur hjá ÍBV í Bestu deild karla sem fara í Vesturbæinn og mæta KR í sextándu umferð deildarinnar. Eyjamenn hafa verið á góðu skriði og rétt hlut sinn verulega á töflunni. Síðast gerðu þeir 2:2 jafntefli á Hásteinsvelli og með því stigi hafði ÍBV halað inn sjö […]

KFS að blanda sér í toppbaráttuna

KFS lyfti sér upp í fimmta sæti þriðju deildar eftir 2:1 sigur á móti Víði í Garði á Týsvelli í dag. Mörk KFS skoruðu Víðir Þorvarðarson og Magnús Sigurnýjas Magnússon. Með þessum sigri er KFS að blanda sér í toppbaráttu þriðju deildar. (meira…)

Jafntefli hjá stelpunum

Jafntefli varð niðurstaðan eftir nokkuð fjörugan leik hjá ÍBV við Selfoss. Eftir leik eru stelpurnar okkar í ÍBC enn í 4. sæti deildarinnar. Önnur úrslit í Bestu deild kvenna í kvöld: Valur – Þór/KA: 3-0 KR – Stjarnan: leikur stendur yfir (meira…)

ÍBV stelpurnar sækja Selfoss heim í dag

Í dag fer fram leikur Selfoss og ÍBV  í 11. umferð Bestu deildar kvenna. ÍBV situr í 4. sæti deildarinnar með 17 stig en Selfoss er í 6. sæti með 14. stig. Góð sigling hefur verið á ÍBV liðinu undanfarið og þrátt fyrir meiðsl leikmanna er ástæða til bjartsýni því liðið hefur nýlega fengið tvo […]

Guðjón Ernir til 2024

Guðjón Ernir hefur framlengt samning við ÍBV út tímabilið 2024. Guðjón kom til ÍBV fyrir tímabilið 2020 og hefur verið í lykilhlutverki allar götur síðan. Þessi öflugi leikmaður kom frá Hetti þar sem hann er uppalinn. Hjá ÍBV hefur Guðjón spilað 54 deildarleiki og skorað í þeim tvö mörk. Í sumar hefur hann einu sinni […]

ÍBV 2 – Keflavík 2

Leikurinn fór fram í björtu en hvössu á Hásteinsvelli í dag. Mörkin skoruðu Fyrir ÍBV: Aron Breki Gunnarsson á 9. mínútu og Andri Rúnar Bjarnason á 66. mínútu. Fyrir Keflavík: Nacho Heras á 43. mínútu og aftur á 86. Mínútu. Fjöldi fólks var á leiknum og mikil stemming hjá stuðningsmönnum beggja liða (meira…)

ÍBV og Keflavík á Hásteinsvelli klukkan 14.00 í dag

ÍBV mætir Keflavík á Hásteinsvelli kl. 14.00 í dag í Bestu deild karla. Má búast við miklum fjölda miðað við fjölda gesta á þjóðhátíð. Bæði lið hafa verið á góðri siglingu undanfarið, Eyjamenn komnir af botninum með 11 stig eftir að hafa unnið Val og Leikni. Keflavík, sem er með 17 stig, missteig sig á […]

4-1 stjörnusigur í Breiðholtinu – myndir

Karlalið íBV í fótbolta vann Leikni R. í skemmtilegum leik í Breiðholtinu í dag, um var að ræða fallbaráttuleik í Bestu deildinni þar sem liðin sátu í 10. og 11. sæti fyrir leik. Síðasti leikur þessara liða fór fram í Eyjum í 3. umferð þar sem liðin skildu jöfn 1-1, en bæði mörkin voru skoruð […]

Moli brá á leik með yngri flokkunum

Verkefnið, Komdu í fótbolta, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans heldur áfram og hefur  Siguróli Kristjánsson, kallaður Moli, umsjón með verkefninu. Moli mætti á æfingu hjá yngri flokkum ÍBV í morgun. Setti hann upp æfingar, hvatti krakkana áfram og gaf þeim buff og plaköt. Félagið fékk bolta að gjöf og var mikið stuð. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.