ÍBV enn á botninum eftir tap á Akureyri

Enn situr ÍBV sem fastast á botni Bestu deildar karla eftir 4:3 tap á móti KA á Akureyri. Eyjamenn áttu fyrsta markið sem José Sito skoraði á sjöttu mínútu. Þá skoruðu Norðanmenn tvö mörk og komust yfir en á 21. mínútu var Sito aftur á ferðinni og jafnaði 2:2 úr víti. Það var svo í […]

KFS spilar í dag

Leik KFS og Vængja Júpíters hefur verið flýtt og mun leikurinn fara fram í dag kl. 18 við Egilshöll. Áður hafði leikurinn verið tímasettur á morgun, sunnudag. Liðin leika í 3. deildinni og er KFS í 8. sæti en Vængir Júpíters í því 10. Má því búast við fjörugum leik. (meira…)

Höfum aldrei átt eins sterkt landslið!

Nú eru einungis tveir dagar í fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Leikurinn fer fram á sunnudag og hefst kl. 16, og er í beinni útsendingu á RÚV. Einn helsti sparkspekingur Íslands, Hafliði Breiðfjörð sem á og rekur vefmiðilinn Fótbolta.net, er að sjálfsögðu mættur til Englands til að fylgja stelpunum okkar í landsliðinu. Hann […]

Símamótið – Tólf lið og 80 stelpur frá ÍBV

Um 80 stelpur frá Eyjum eru mættar á Símamótið sem var sett á Kópavogsvelli í kvöld. ÍBV sendir 12 lið til leiks að þessu sinni. Mótið er fyrir 5. til 8. flokk kvenna. Metþátttaka er á mótinu eða um 3000 stelpur. Leikið er svipað fyrirkomulag og venjulega þar sem raðað er í riðla eftir styrkleika. […]

Spenna á Hásteinsvelli

ÍBV tókst að stoppa óslitna sigurgöngu toppliðsins Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag, en leikurinn endaði í 0-0 jafntefli. Lokamínúturnar voru æsispennandi og kórónuðu þar með spennandi leik með fullt af færum hjá báðum liðum. Markverðir beggja liða áttu stjörnuleik í dag. Eftir leikinn er Breiðablik sem fyrr á toppnum, en ÍBV á botninum. (meira…)

Af botninum er spyrnan best

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði gegn Víkingi 0-3 í leik kvöldsins. Þar með er lið ÍBV komið á botninn, enn með þrjú stig. Víkingur er hins vegar komið í annað sæt Bestu deildarinnar, fimm stigum á eftir toppliðinu; Breiðabliki. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

Strákarnir taka á móti Víkingi á Hásteinsvelli

Hermann Hreiðarsson. ÍBV

Karlalið ÍBV í knattspyrnu tekur á móti Víkingi á Hásteinsvelli í dag kl. 18:00. Mikil spenna var í kringum ÍBV liðið fyrir landsleikjahléið og báðum við þjálfara liðsins, Hemma Hreiðars, að fara yfir stöðuna með okkur. „Já, ég er bara bjartsýnn á gengi liðsins, hér er engin uppgjöf og fullt af karakter í liðinu.“   „Það […]

Stelpurnar á góðri siglingu

Kvennalið ÍBV í knattspyrnu vann góðan sigur á móti Aftureldingu í kvöld að Varmá í Mosfellsbæ með einu marki gegn engu. Olga Sevcova skoraði mark ÍBV á 44. mínútu. Mynd: Sigfús Gunnar Guðmundsson (meira…)

TM mótið lokadagur og úrslit – myndaveisla

Lokadagur TM mótsins fór fram í gær, laugardag í sól en nokkru roki. Fjöldi leikja fór fram en niðurstöður leikja ÍBV er að finan hér fyrir neðan. KA og Breiðablik spiluðu til úrslita um TM mótsbikarinn á Hásteinsvelli í æsispennandi leik. KA fór fór með sigur af hólmi með marki frá Bríeti Fjólu Bjarnadóttur.   […]