Berglind og Elísa fulltrúar Eyja

Nú eftir hádegi í dag var tilkynnt um leikmannahóp Íslands með kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem fer á EM í júlí.Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru þar á meðal. Berglind er framherji og spilar nú með Brann í Noregi, Elísa er varnarmaður og spilar með Val.EM kvenna fer fram í Englandi og eru leikir Íslands […]

Heimaleikur á Hvolsvelli

KFS á leik í dag gegn Dalvík/Reyni. Leikurinn fer fram á Hvolsvelli og hefst kl. 12:00. (meira…)

Stjörnukonur voru betri

Leik er lokið á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tók á móti Stjörnukonum í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Stjarnan vann sannfærandi sigur með fjórum mörkum gegn einu. Mark ÍBV skoraði Haley Marie Thomas á 65. mínútu eftir stoðsendingu frá Júlíönu Sveinsdóttur. Það er því ljóst að það er Stjarnan en ekki ÍBV sem fer áfram í […]

TM mótið – dagur 2

Nú er öðrum keppnisdegi að ljúka á TM mótinu hjá stelpunum í 5. flokki. Í kvöld verður haldin kvöldvaka fyrir öll lið og urðu smávægilegar breytingar á henni, en Klara Elias mun koma fram í forföllum tónlistarkonunnar Bríetar. Þetta hljóta að þykja góðar fréttir fyrir unnendur nýja Þjóðhátíðarlagsins; Eyjanótt sem Klara samdi og flytur. Vafalaust […]

TM mótið

TM mótið í knattspyrnu er árlegur viðburður í Íþróttalífi Eyjanna og sannkölluð rós í hnappagat ÍBV. Mótið er haldið fyrir 5. flokk kvenna og var fyrst haldið árið 1990. Dagskrá mótsins hefst strax í kvöld með fundi fyrir þjálfara, en keppni hefst í fyrramálið. Búast má við miklu lífi í bænum í kringum mótið, enda […]

Góður ÍBV sigur í dag

Sannkölluð markaveisla í skemmtilegum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Allt í boði Eyjakvenna og uppskáru þær góðan 3-2 sigur á liði Keflavíkur. Mörk ÍBV skoruðu Sandra Voitane á 24. mínútu, Olga Sevcoca á 31. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir á 55. mínútu. (meira…)

KFS vann góðan útisigur

KFS fór á Blönduós í dag og vann góðan 1-2 útisigur á Kormáki/Hvöt. Mörk KFS skoruðu Eyþór Orri og Sigurnýjas Magnússon. KFS er nú í níunda sæti í 3. deildinni með 6 stig, 6 stigum frá toppliðinu, Dalvík/Reyni. (meira…)

Klaufalegt, en við lærum

Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta, hefur fengið erfiða byrjun á tímabilinu. Okkur lá forvitni á að vita hvað okkar eini sanni Hemmi Hreiðars hefði að segja um ástæður þess og framtíðarsýnina. Hemmi er í einlægu viðtali í næsta blaði Eyjafrétta, einnig fengum við reynsluboltann, hana Margréti Láru til að fara yfir stöðuna. Næsta […]

Valur í vandræðum með ÍBV

Litlu munaði að ÍBV stelpurnar hefðu betur í leiknum í dag á móti Val. Sandra Voitane kom ÍBV yfir á 48. mínútu og Valskonur jöfnuðu ekki fyrr en í uppbótartíma. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrir Val. Lið ÍBV er nú í 6. sæti deildarinnar, einungis fimm stigum á eftir Val sem er á toppnum. Tölfræði […]

Kvennaleikur á morgun

Kvennalið ÍBV í fótbolta á leik við Val á morgun kl. 17:00 á Origo vellinum. Allir á völlinn! (meira…)