Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja

Sunnudaginn 20. mars verður haldinn aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Kirkjugarðs Vestmannaeyja í Safnaðarheimili Landakirkju. Fundurinn fer fram að lokinni messunni sem hefst kl. 14.00.   Dagskrá fundar: – Aðalfundarstörf skv. lögum og starfsreglum Þjóðkirkjunnar. Sóknarnefnd Landakirkju (meira…)

Biðjum fyrir Úkraínu

Bæna- og íhugunarstund verður haldin í Landakirkju fimmtudagskvöldið 17.mars kl. 20.00. Við komum saman á stuttri bænasamveru, þar sem beðið verður fyrir ástandinu í Úkraínu um leið og beðið verður fyrir friði. Kveikt verður á bænakertum og kór Landakirkju ásamt Kitty sjá um tónlist. Sr. Guðmundur Örn annast ritningalestur og bænahald. (meira…)

Krakkaklúbbar Landakirkju í fullu fjöri

Landakirkja heldur úti barna- og æskulýðsstarfi fyrir krakka á öllum aldri. Sérstakir krakkaklúbbar fyrir krakka í 1.-7. bekk eru á miðvikudögum í kirkjunni. Þar mæta krakkarnir í safnaðarheimilið  og þegar allir eru mættir fara allir upp í kirkju í helgistund, með söng og sögu. Að henni lokinni er haldið í safnaðarheimilið í allskonar leiki og fjör. […]

Messufall í Landakirkju

Vegna veðurs og færðar verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í Landakirkju í dag. “Við hvetjum alla þess í stað til að kveikja á kerti heima hjá sér og biðja fyrir bænarefnum sínum hvort heldur sem er í einrúmi eða með öðrum. Förum varlega” segir í tilkynningu frá Landakirkju. (meira…)

Minningarstund í Landakirkju á sunnudagskvöld

Í ljósi samkomutakmarkana mun goslokanefnd standa fyrir minningarstund í Landakirkju þann 23. janúar næstkomandi, rétt eins og í fyrra.  Dagskráin verður með svipuðu sniði, þ.e. fluttar verða hugvekjur og eyjalög sungin og spiluð.  Minningarstundin hefst kl. 20:00 á sunnudagskvöld og verður hægt að nálgast hlekk á hana á vef Vestmannaeyjabæjar, samfélagsmiðlum bæjarins og á eyjamiðlunum.  […]

23. desember – Marta og Sigurbjörg Jónsdætur | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

Guðsþjónustur á aðfangadag

Guðsþjónustur verða í Landakirkju á aðfangadag þetta árið. Aftansöngur kl. 18:00 og miðnæturhelgistund kl. 23:30 og geta allt að 200 manns komið saman í hvorri stund. Framvísa þarf neikvæðum niðurstöðum úr hraðprófi sem kirkugestir verða að hafa farið í á þorláksmessu, 23. desember. Panta má í það á heilsuveru.is. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur létt jólalög […]

22. desember – Arnór Hermannsson | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)

21. desember – Dagur Arnarsson | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)