1. desember – Kristín Halldórsdóttir | Að lifa í trú

Starfsfólk Landakirkju mun í ár halda úti jóladagatali líkt og gert var fyrir jólin 2018 og 2019. Jóladagatal Landakirkju 2021 sem ber yfirskriftina Að lifa í trú. Birtur verður einn gluggi á Facebook-síðu Landakirkju og á Youtube-rás kirkjunnar hvern morgun alveg fram að jólum. (meira…)
Rafræn örhelgistund frá Landakirkju

Vegna stöðu COVID-19 í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í dag (1. sunnudagur í aðventu). Hins vegar var örhelgistund birt á Facebook-síðu Landakirkju líkt og í fyrri bylgjum COVID. Prestar Landakirkju hvetja alla til að kveikja á fyrsta kerti aðventukransins á sunnudaginn og nýta aðventuna til að íhuga komu frelsarans og merkingu þess fyrir […]
sunnudagaskóli og guðsþjónusta falla niður

Sökum COVID-aðstæðna í samfélaginu verður hvorki sunnudagaskóli né guðsþjónusta í dag. Þó heldur æskulýðsfélagið sínu striki. Við hvetjum alla til að gæta að sjálfum sér og öðrum og jafnframt að taka frá stund til að hlúa að trú sinni, hvort heldur sem er með bæn eða lestri úr ritningunni. (meira…)
Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar

Í dag miðvikudaginn 3 .nóvember milli kl. 17.00 – 18.30, munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að hafa […]
Jól í skókassa lýkur á föstudag í Eyjum

Verkefninu Jól í skókassa lýkur í Vestmannaeyjum á föstudaginn nk. 5. nóvember. Kössum er skilað í Landakirkju en þar er opið öllu jafna milli 9 og 15. Einnig má skila kössum á Eimskip Flytjanda við Friðarhöfn á opnunartíma. Á slóðinni kfum.is/skokassar má sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar sem tengjast verkefninu. (meira…)
Bleik messa á sunnudag

Krabbavarnarkonur mæta í heimsókn í Landakirkju í bleikri messu á sunnudag, 24. október kl 14:00. Kolbrún Anna Rúnarsdóttir og Kristín Valtýsdóttir segja frá starfi félagsins ásamt að fara yfir sína eigin sögu er málefnið varðar. Sr. Guðmundur Örn predikar og Kór Landakirkju leiðir sálmasönginn undir stjórn Kitty Kovács. (meira…)
Foreldramorgnar hefja göngu sína á ný

Foreldramorgnar Landakirkju hefja göngu sína á ný nk. miðvikudagsmorgun, 20. október kl. 10:00. Á foreldramorgnum hittast foreldrar ungra barna og verðandi foreldrar í safnðarheimili kirkjunnar. Þar gefst tækifæri til að spjalla, læra hvert af öðru og miðla reynslu. Það þarf ekki að skrá sig og það er ekkert gjald, málið er einfaldlega að koma, láta […]
Vinir í bata af stað í dag

Ný byrjun hjá Vinum í bata í dag mánudaginn 13. september með kynningarfundi kl. 18.30 í fræðslustofu Landakirkju síðan verða opnir fundir 20. og 27. september kl. 18.30. Eftir það hefst hin eiginlega sporavinna. Nafnleynd og trúnaður. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag Allir velkomnir sjá nánar á viniribata.is (meira…)
Fyrsti í sunnudagaskóla á sunnudag og nýr messutími

Fyrsti sunnudagaskóli haustsins verður nk. sunnudag 5. september kl. 11:00. Viðar og Gísli leiða stundina sem verður full af söng, gleði og lofgjörð. Sunnudagsmessan færist þá til kl. 14:00. Það er vel við hæfi að í fyrstu messu vetrarins verður barn borið til skírnar. Sr. Viðar þjónar fyrir altari og sr. Gunnlaugur Garðarsson skírir og […]
Biskupsstofa lánar prest

Á vef Landakirkju var það tilkynnt að á næstu vikum mun Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna við Vestmannaeyjaprestakall. Hann kemur þannig í afleysingar á meðan prestarnir Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Viðar Stefánsson taka sér sumarfrí. Í tilkynningunni segir að Kristinn Ágúst hafi áður starfað sem sóknarprestur í Staðarprestakalli í Súgandafirði, Seljaprestakalli í Reykjavík, […]