Lög á deilu flugvirkja

Dómsmálaráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frumvarps sem lagt verður fyrir alþingi í dag sem bindur enda á verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands. Yfirlýsingin er svohljóðandi: “Landhelgisgæsla Íslands er ein af grunnstoðum öryggis- og almannavarna í landinu. Þörfin fyrir öfluga björgunarþjónustu er hvað brýnust á þessum tíma árs þegar dimmasta skammdegið fer í hönd. […]

Trúi ekki að þessi staða sé komin upp

Engin þyrla á vegum landhelgisgæslunnar verður tiltæk í dag fimmtudag og föstudag, og jafnvel lengur, vegna verkfalls flugvirkja. Þyrlur landhelgisgæslunnar sinna yfirleitt sjúkraflutningum þegar ófært er fyrir venjulegt sjúkraflug frá Vestmannaeyjum en auk þess hafa þyrlur gæslunnar einnig aðkomu að alvarlegum slysum. Óljóst með flug næstu daga Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í […]

Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi

Vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni blasir við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum. Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir ljóst að ef fram fer sem horfir mun þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvast í síðasta lagi um miðja næstu viku þegar reglubundin skoðun á TF-GRO, einu starfhæfu þyrlu stofnunarinnar, þarf að fara fram. Hin björgunarþyrlan, TF-EIR, verður ekki til taks […]

Mikið leitað til Landhelgisgæslunnar vegna veikinda á sjó

Álag á stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur aukist síðustu daga og fjölmargar tilkynningar borist um veikindi sjófarenda. Þetta kemur fram frétt á vef Gæslunnar. Varðstjórar hafa því verið milliliðir við hafnir, sóttvarnalækni, lögreglu og heilbrigðisyfirvöld á hverjum stað og leiðbeint áhöfnum báta og skipa vegna slíkra mála. Landhelgisgæslan verður vör við að áhafnir gæti fyllstu varúðar og […]

Aðflug til Eyja

Flugvollur

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, var á flugi um helgina. Áhöfn hennar æfir reglulega ásamt því að sinna eftirlitsstörfum. Þetta kemur fram á facebook Landhelgisgæslunnar.  Vélin flaug frá Bjargtöngum að Kötlutanga en þar hafa borist tilkynningar um olíublauta fugla á svæðinu á undanförnum mánuðum. Engin mengun var sjáanleg en stefnt er að því að fara í aðra […]

17 af 26 skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni veikir

Í gærkvöldi tilkynnti landhelgisgæslan lögreglu að von væri á fiskiskipi til Vestmannaeyja þar sem væru talsverð veikindi um borð. 17 menn af 26 höfðu verið veikir og þrír mikið veikir. Hafnarsvæðinu var lokað fyrir almenningi og fóru heilbrigðisstarfsmenn um borð þegar skipið hafði lagst að bryggju um ellefuleytið en forgangsmál var að sinna sjúklingunum. Fjórum […]

Þyrla sótti sjúkling til Vestmannaeyja

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til þess að sækja sjúkling til Vestmannaeyja. Ekki var hægt að flytja sjúklinginn með flugvél vegna veðurs. Þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálf tólf í kvöld. ruv.is greindi frá (meira…)

Önnur álíka fallbyssukúla verið til skrauts á heimili í Eyjum

Í nýjasta blaði Eyjafrétta sögðum við frá byssukúlu/sprengju sem fannst í Sagnheimum og enginn veit hvernig komst þangað. Nú hefur komið í ljós að sú kúla er önnur þeirra fallbyssukúla sem fundust í Þrídröngum árið 1938. Hin hefur verið í vörslu hjónanna Þor­steinn Sig­urðsson og Lilja Krist­ins­dótt­ir í Eyjum á Blátindi. Þangað til nú. Sig­urður […]

Sprengja í Sagnheimum

Við skráningu safnmuna á Sagnheimum kom í ljós að í fórum safnsins var hlutur sem leit út fyrir að vera einhverskonar sprengja. Engar upplýsingar voru á hlutnum, hvaðan hann kom eða hvenær. „Að sjálfsögðu hefði það verið óábyrgt af safnstjóra að gera ekki neitt og því tókum við myndir af sprengjunni og sendum til Landhelgisgæslunnar […]

Gæslan sótti tvo sjúklinga til Eyja

  Áhöfnin á TF-EIR sótti tvo sjúklinga til Vestmannaeyja á þriðja tímanum í dag. Vegna veðurs reyndist ekki unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja. TF-EIR lenti á flugvellinum í Vestmannaeyjum þar sem tveir sjúklingar fóru um borð. Á bakaleiðinni var skyggni orðið slæmt og þegar komið var Lækjarbotnum í nágrenni Hólmsár var ákveðið að lenda […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.