Metfjöldi útkalla – Flest á Suðurlandi

Á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að Flugdeild Landhelgisgæslunnar annaðist metfjölda útkalla árið 2023. Alls var flugdeildin kölluð 314 sinnum út í fyrra, bæði á þyrlum og flugvél sem er fimmtán útköllum meira en árið 2022. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út 303 sinnum og áhöfnin á TF-SIF í 11 skipti. 115 útköll voru á fyrsta forgangi, […]

Þakka fyrir höfðinglegar móttökur

Stjórn Hollvinasamtakana og áhöfn safnskipsins Óðins þakka Vestmannaeyingum fyrir höfðinglegar móttökur á Goslokahátíð 3. og 4. júlí s.l. Mikill fjöldi fólks heimsótti skipið og sýndu þessu 63 ára gamla skipi með svo mikla sögu að baki, mikinn áhuga. Er einstöku starfi sjálfboðaliða að þakka sem hafa gert Óðinn haffæran á ný. Stjórnendum Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar […]

Óðinn til sýnis til klukkan tvö í dag

Varðskipið Óðinn kom til Vestmannaeyja í gærmorgun í tilefni þess að 50 ár séu liðin frá lokum eldgossins á Heimaey. Lagt var af stað sunnudagskvöld frá Reykjavíkurhöfn og í fylgd áhafnar var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Skipið er áfram til sýningar í dag á Nausthamarsbryggju frá kl. 10:00 til 14:00. Fullkomnasta björgunarskip á Norður-Atlantshafi […]

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sinnti sjúkraflugi

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út aðfaranótt fimmtudags til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Ekki reyndist unnt að senda sjúkraflugvél til Eyja vegna slæms skyggnis. Þyrlusveitin flaug norður fyrir Elliðaey, austur fyrir sunnanverða Heimaey og þaðan til vesturs inn á Klaufina milli Stórhöfða og Litlahöfða þar sem þyrlan lenti á veginum. Þar beið sjúkrabíll og var […]

Metfjöldi útkalla flugdeildar Landhelgisgæslunnar

Flugdeild Landhelgisgæslunnar sinnti 299 útköllum árið 2022 og hafa þau aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá gæslunni. Af útköllunum 299 voru 156 þeirra vegna sjúkraflutninga og 115 vegna leitar eða björgunar. Um þriðjungur útkallanna voru farin á sjó sem er aukning frá fyrra ári. Þá fjölgaði sjúkraflutningum á árinu en meðal annars […]

Leit bar ekki árangur

Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og Björgunarsveit Vestmannaeyja í gærkvöldi og nótt eftir að sést hafði til neyðarblyss á sjó. Viðbragðsaðilar leituðu af sér allan grun en engin merki sáust um fólk í vanda. Ekki er vitað hvaðan blysið kom eða frá hverjum. (meira…)

30 mikilvægar mínútur

Landhelgisgæslan hefur sinnt níu þyrluútköllum í Vestmannaeyjum það sem af er þessu ári, í samtali við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, kemur fram að aðeins eitt af þeim var vegna slyss, en hin átta vegna sjúkraflutninga.   Nánari umfjöllun um þyrlur Landhelgisgæslunnar, ásamt viðbrögðum frá Ásgeiri Erlendssyni, uppplýsingafulltrúa gæslunnar, er að finna í næsta blaði Eyjafrétta. Blaðið […]

Þyrla send vegna þoku í Reykjavík

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél Mýflugs, sem annast sjúkraflutninga, gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík. Þetta kemur fram á vefnum visir.is „Oftast er það nú á hinn veginn farið, að það sé þoka í Vestmannaeyjum, en í kvöld var því […]

Varðskipið Þór aðstoðaði flutningaskip við Vestmannaeyjar

Varðskipið Þór var kallað út í nótt þegar talsverð slagsíða kom á erlent flutningaskip sem statt var suður af landinu. Farmur skipsins hafði færst til í vonskuveðri þegar skipið fór fyrir Reykjanes. Áhöfnin freistaði þess að fara inn til Vestmannaeyja áður en aðstæður versnuðu. Hallinn jókst þegar leið á og áttu skipstjórnarmennirnir í erfiðleikum með […]

Ný þyrla í flotann væntanleg

Um næstu mánaðamót er gert ráð fyrir að þriðja leitar- og björgunarþyrlan bætist í flugflota Landhelgisgæslunnar. Hún fær einkennisstafina TF-GNA og kemur í stað TF-LIF. Þá samþykkti ríkisstjórnin síðastliðinn föstudag tillögu dómsmálaráðherra um kaup á nýlegu skipi í stað varðskipsins Týs. Landhelgisgæslan er með þrjár stórar björgunarþyrlur í rekstri og er ein þeirra í eigu […]