Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Þróunarsjóð leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar fyrir skólaárið 2020-2021. Umsóknarfrestur er til og með 29. febrúar 2020. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunar- og nýsköpunarstarfi í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Þeir sem geta sótt um í sjóðinn eru kennarar, kennarahópar, fagaðilar við skóla, einn eða fleiri skólar saman og […]
Leikskólagjöld hækka ekki í Vestmannaeyjum

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á breytingum á leikskólagjöldum hjá 16 stærstu sveitarfélögum landsins sýnir að gjöldin hækka milli ára hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannaeyjum. Leikskólagjöldin hækka mest á Seltjarnarnesi um tæplega 7% fyrir 8 tíma vistun með fæði og næst mest í Garðabæ um rúm 3%. Leikskólagjöldin lækka um 3,7% í Mosfellsbæ en standa […]
Breytingar vegna fækkunar barna

Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði, fór yfir áætlaðar skipulagsbreytingar á leikskólanum á fundi fræðsluráðs í vikunni. Breytingarnar eru vegna verulegrar fækkunar barna næsta haust. „Deildum verður fækkað úr fimm í fjórar en fimmta deildin verður nýtt sem sameiginlegt rými fyrir aðrar deildir. Þetta þýðir einnig breytingar á starfsmannahópi og þá verður ráðinn verkefnastjóri tímabundið í stað […]
Breytt fyrirkomulag sumarlokana leikskóla samþykkt

Á 310. fundi fræðsluráðs sem fram fór í gær, mánudag, kynnti fræðslufulltrúi niðurstöður úr þjónustukönnun leikskóla varaðandi sumarlokanir. Fór svo að afgerandi meirihluti eða 68,2% vildu breytt fyrirkomulag. Í könnunni var boðið upp á þrjá kosti til viðbótar við óbrett fyrirkomulag. Kosið á hverju ári um tvö lokunartímabil. Lokað fyrstu þrjár vikur í júlí og […]
Framkvæmdum ekki lokið nú þegar skólarnir eru að byrja

Vestmannaeyjabær fór í margar endurbætur á skólabyggingum sínum í sumar. Á Kirkjugerði eru miklar framkvæmdir sem og í Barnaskólanum, en einnig er verið að bæta aðstöðuna á Víkinni. Nánast enginn framkvæmd hefur verið kláruð nú þegar skólarnir eru að byrja, en leikskólarnir byrjuðu í morgun. Aðspurður um ástæður fyrir þessu sagði Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og […]