Fjarlægðu skráningarnúmer af 25 ökutækjum

Í nóvember fjarlægðu lögreglumenn, hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, skráningarnúmer af 25 skráningarskyldum ökutækjum, ýmist vegna vanrækslu á að færa ökutækið til skoðunar, trygginga og fleira. Þá voru 7 ökutæki boðuð í skoðun að kröfu lögreglu og hefur lögreglan þá 3 mál til rannsóknar vegna skjalafals. Samkvæmt 75. grein Umferðarlaga nr. 77/2019, um bann við notkun […]
Lögreglan lýsir eftir vitnum

Föstudaginn 12. ágúst sl. kl. 17:10 var ekið utan í bifreið á bifreiðastæði við Apótekarann og ekki tilkynnt um óhappið. Lögreglan er að rannsaka málið, en lýsir eftir vitnum sem kunna að hafa séð aðdraganda óhappsins. Vitni eru beðin um að hringja í síma: 444-2091 eða senda tölvupóst á vestmannaeyjar@logreglan.is. (meira…)
Aðeins 10 yfir refsimörkum

Mikið flæði fólks var um Landeyjahöfn í gær, enda fjöldi fólks á leið heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sem áður var lögreglan á Suðurlandi í höfninni með mikið og strangt eftirlit en hver einasti ökumaður á leið þaðan út var látinn blása í áfengismæli. Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal […]
Rúmlega þúsund manns hlaupa Puffin run í dag

Í dag fer fram árlegt utanvegahlaup, Puffin Run. Hlaupið byrjar kl.12:15 og er upphaf hlaupsins frá Tangagötu við mjölgeymslu Ísfélagsins. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum að Tangagötu verður lokað frá kl.12:00 og á meðan hlauparar leggja af stað. Einnig verður lokað fyrir umferð á Stórhöfðavegi við Klaufina. Lögreglan vill benda ökumönnum á […]
Lögreglumenn eru sífellt að nema í starfi sínu

Starf lögreglunnar er fjölbreytt og má með sanni segja að engir tveir dagar eru eins. Fjölbreytileiki í starfi lögreglumannsins getur verið allt frá eftirliti í umferð til stærri aðgerða þar sem rannsaka þarf vettvang ítarlega. Lögreglumenn eru sífellt að nema í starfi sínu og verður það seint talið að lögreglumenn geta orðið fullnuma í starfi […]
Veltu bíl úti á Nýja hrauni, grunur um vímuefna notkun

Lögreglunni í Vestmannaeyjum bárust upplýsingar um umferðaróhapp á Eldfellsvegi laust fyrir kl. 04:00 aðfaranótt 26. febrúar sl. en þarna hafði ökumaður bifreiðar, sem ekið var austur Eldfellsveg, misst stjórn á akstrinum með þeim afleiðingum að bifreiðin lenti utan vega og endaði á hvolfi. Þrír voru í bifreiðinni og komust allir út úr henni af sjálfsdáðum. […]
Formlegt skólahald hefst klukkan níu

Enn er mikið hvassviðri í Eyjum og appelsínugul viðvörun í gangi. Stefnt er að því að formlegt skólahald við GRV hefist kl. 9:00. Skólinn verður samt sem áður opin frá 7:45 eins og venjulega. Nemendur verða ekki sendir í frímínútur eða íþróttir meðan veðrið er vont. Lögreglan í Vestmannaeyjum varar gangandi vegfarendur við því að […]
Ekkert út að gera

Enn eru götur ófærar í Vestmannaeyjum. Starfsmenn bæjarins eru byrjaðir að ryðja en töluvert er af föstum bifreiðum víðsvegar um bæinn. Lögreglan biðlar því til íbúa um að vinsamlegast að vera ekki á ferðinni svo unnt sé að hreinsa göturnar en það tefur ferlið töluvert að bifreiðar séu fastar og fyrir snjóruðningstækjum. Ákveðið hefur verið […]
Þungfært í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill góðfúslega benda ökumönnum á að nú er mikill skafrenningur og vegir því fljótir að fyllast af snjó. Nú þegar eru nokkrir vegir illfærir, Áshamar, Goðahraun, Hraunvegur, Helgafellsbraut, Hamarsvegur o.fl. Við viljum benda ökumönnum á að vera ekki að fara út í umferðina á ökutækjum sínum að ástæðulausu. Þá bendum við eyjamönnum […]
Skipstjóri á Herjólfi sigldi eftir að réttindi runnu út

Skipstjóri hjá Herjólfi hefur fengið áminningu í starfi og verið lækkaður í tign, eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Þetta staðfestir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. við fréttastofu RÚV. Lögskráningu skipsins var ábótavant, þar sem skipstjórinn hélt áfram að sigla eftir að atvinnuréttindi hans runnu út fyrir jól. […]