Mikið flæði fólks var um Landeyjahöfn í gær, enda fjöldi fólks á leið heim af Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Sem áður var lögreglan á Suðurlandi í höfninni með mikið og strangt eftirlit en hver einasti ökumaður á leið þaðan út var látinn blása í áfengismæli.
Talið er að um fimmtán þúsund manns hafi verið í Herjólfsdal þegar mest lét og því má búast við að að minnsta kosti tíu til ellefu þúsund gestir af meginlandinu hafi haldið til síns heima í gær.
„Við höfðum afskipti af öllum sem fóru út af svæðinu og létum blása í áfengismæli. Það voru nokkrir sem reyndust yfir refsimörkum. Ætli það hafi ekki verið um tíu ökumenn,“ segir Bjarki Oddsson, starfandi aðalvarðstjóri í dag og í gær.
Þá voru milli 20 og 30 sem mældust og var gert að hækka akstri, en voru undir refsimörkum.
Bjarki segir lögregluna á Suðurlandi ekki hafa tölu á því hversu margir ökumenn fóru um höfnina í gær en ljóst er að það voru að minnsta kosti nokkur þúsund.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst