Sóðaskapur á Hamrinum

Vegfarandi hafði samband við Eyjafréttir og sagðist allt annað en ánægður með útganginn á Ofanleitishamri seinnipartinn í gær. Þar voru pappakassar á víð og dreif eftir lundapysjubjörgunarfólk. Hvatti hann fólk til að reyna að minnka rúmmál kassana og ef það væri ekki hægt að koma þeim fyrir tunnunni að einfaldlega taka þá aftur með heim […]

Rúmlega 2000 pysjur skráðar

Það hefur verið nóg að gera hjá áhugafólki um lundapysjur miðað við skráningar á Lundi.is en pysjueftirlitið í ár er eingöngu rafrænt. Skráningar fóru rétt í þessu yfir 2000 stykki. Fjöldi skráðra pysja fór yfir 2000 þann 4. September á síðasta ári sem var met ár í eftirlitinu. Það er því ljóst að pysjan er […]

Pysjueftirlitið eingöngu rafrænt í ár

Margt er nú á annan veg í samfélaginu en áður, vegna Covid 19 og aðgerða til að sporna gegn útbreiðslu veirunnar. Lundapysjur láta slíkt ekkert á sig fá og næstu vikur eigum við von á fjölda lundapysja í bænum okkar og fjölda björgunarfólks sem kemur þeim til hjálpar. Fyrsta pysjan lét sjá sig í bænum […]

Fyrstu pysjurnar til Sea life Trust í gær

Komið var með fyrstu pysjurnar í vigtun hjá Sea Life Trust í gær. Þetta kemur fram á Facebook síðu þeirra. “Í gær var komið með tvær pysjur í vigtun hjá okkur í Sea Life Trust. Eru það fyrstu pysjurnar sem komið er með í pysjueftirlitið í ár og byrjunin á uppáhalds tíma ársins hjá mörgum […]

Ekið á fyrstu lundapysjuna

Starfsfólki Pysjueftirlitsins barst í morgun tilkynning um að fyrsta lundapysjan væri fundin þetta árið,  hún hafði því miður orðið fyrir bíl. Þau vildu brýna fyrir fólki að nú sé kominn tími til að hafa augun opin og kíkja eftir pysjum og jafnframt að aka varlega. (meira…)

Rúmlega fjórðung minna lundavarp en á síðasta ári

Lundarall Náttúrustofu Suðurlands nú í júní leiðir það í ljós að almenn ábúð (egg/varpholu)  lækkar um 5% milli ára í 7 byggðum en hækkar í tveimur, Grímsey um 4,9% en mest þó í Lundey á Skjálfanda um heil 12,8%. Mesta lækkunin milli ára er í Elliðaey á Breiðafirði eða 33,7% og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum […]

Búið að vigta rúmlega 7700 pysjur

Vigtaðar lundapysjur hjá pysjueftirlitinu eru eftir daginn í gær orðnar 7703 talsins en í gæru bárust átta pysjur í vigtun og fimm daginn þar á undan þannig að ljóst er að þessi metvertíð er senn á enda. (meira…)

Pysjurnar vigtaðar í afgreiðslu Sea Life Trust

Aðeins var komið með 14 pysjur í eftirlitið í gær en á föstudaginn bárust 32 pysjur í eftirlitið, það er því ljóst að ansi lítið ef eftir af þessari met vertíð hjá okkur. Heildarfjöldinn er nú kominn 7672 pysjur. Frá og með deginum í dag verða pysjurnar vigtaðar í afgreiðslu Sea Life Trust, en ekki í […]

Dagleg heimsmet í pysjueftirlitinu

Heimsmetið í lundapysjuvigtun féll í dag þriðja daginn í röð. Í dag bárust 812 pysjur og heildarfjöldi kominn í 5402 lundapysur. Nokkuð ljóst er að það stefnir í met vertíð frá því mælingar hófust árið 2003. Meðalþyngd á pysjunum fer líka hækkandi sem er jákvætt. (meira…)

Lykiltölur úr pysjueftirlitinu frá 2003

Þekkingarsetrið hefur birt á heimasíðu sinni á myndrænan hátt helstu lykiltölur frá árinu 2003. Þar má greina niður fjölda, meðalþyngd og lengd á veiðitímabilinu frá ári til árs. Mjög áhugaverðar upplýsingar sem gaman er að skoða. Pysjurnar í ár eru orðnar 3125 talsins. En í gær bárust safninur 543 pysjur sem var heimsmet. Eldra metið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.