Pysjuveiðar á Instagram (myndir)

Lundapysja

Mikill fjöldi lundapysja hefur flogið inn í bæinn á undanförnum vikum. Ungir sem aldnir Eyjamenn og gestir hafa eyjanna farið á svokallaðar lundapysjuveiðar til þess að hjálpa pysjunum aftur í sjóinn. Einnig hafa sumir bjargað þeim sem flogið hafa í höfnina og komið þeim í hafið annars staðar. Um er að ræða algjöran met fjölda […]

Pysjurnar fleiri en 4000 er hápunkti náð?

Í hádeginu í dag fóru skráðar lundapysjur hjá Pysjueftirlitinu yfir 4000 og eru þegar þetta er ritað 4004 skráðan en af þeim hafa 2334 verið vigtaðar og er meðalþyngd 319 sem er umtalsvert hærra en síðustu ár sem eykur lífslíkur fuglanna til muna. Nú er búið að skoða gögnin aðeins og hér má sjá hve […]

Þyngsta pysjan frá upphafi pysjueftirlitsins!

Svo virðist sem lundapysjurnar virðast vera óvenju þungar í ár þessi skemmtilega frásögn var birt á vef pysjueftirlitsins í dag. Þessi pysja fannst í gær við frystigeymslu VSV en hún var 429 grömm. Það var Ágústa Ósk sem fann pysjuna en starfsmenn pysjueftirlitsins trúðu ekki sínum eigin augum þegar Ágústa sendi mynd af vigtuninni og […]

Gera tilraun til að fækka olíublautum lundapysjum

Lundapysjuvertíðin hefur farið óvenju vel af stað þetta árið meðalþyngd þeirra fugla sem mældir hafa verið er með því hæsta frá Pysjueftirlitið tók til starfa árið 2003. Þegar þetta er skrifað hafa 209 pysjur verið skráðar, meðalþyngd er 316 g og sú þyngsta 380 g. Tilraun er í gangi til að reyna fækka olíublautum pysjum […]

Fyrsta pysjan fundin

Fyrsta lundapysjan er komin til byggða, pysjan fannst í morgun við Hafnareyri. Frá þessu er greint á facebooksíðu Pysjueftirlitsins. Nú getur pysjubjörgunarfólk á öllum aldri farið að gera kassana klára. Stefnt er að því að Pysjueftirlitið verði rafrænt í ár eins og á síðasta ári.   (meira…)

Von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð

Náttúrustofa Suðurlands hefur í sumar skoðað í lundaholur og samkvæmt þeirra niðurstöðum er von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á facebook-síðu Pysjueftirlitsins. Skráningar hjá eftirlitinu hafa verið góðar síðustu tvö ár en í fyrra var 7651 pysja skráð sem var annað besta ár frá upphafi skráninga en 2019 fundust 7706 pysjur. […]

Slepptu lundapysjum í apríl (myndir)

Það var gleði dagur hjá starfsfólk Sea life trust í gær þar sem 11 lundapysjum og tveimur fullorðnum lundum var sleppt út í náttúruna eftir vetursetu á safninu. Allir fuglarnir eiga það sameiginlegt að hafa ekki náð fullri heilsu síðasta haust ýmist vegna meiðsla eða eftir að hafa orðið olíumengun að bráð. Jessica Whiton sýningarstjóri […]

Sea Life Trust óskar eftir sjálfboðaliðum

„Við erum í þeirri erfiðu stöðu að við erum með 35 lundapysjur sem ekki náðu því að verða vatnsheldar nægilega snemma til að hægt væri að sleppa þeim lausum í haust. Hvorki höfnin eða Vestmannaeyjabær sjá sér fært að aðstoða okkur með þetta yfir veturinn og því leitum við til sjálfboðaliða til að aðstoða okkur,“ […]

Mikilvægt að vigta síðustu pysjurnar

Nú er lundapysjutímabilið að klárast það sýnir sig á færri skráðum pysjum en auk þess hefur meðalþyngd fuglana lækkað síðustu daga. Samkvæmt tilkynningu frá pysjueftirlinu hefur undanfarna daga verið berast nokkuð af of léttum pysjum, því er mikilvægt að vigta þær pysjur sem eiga nú eftir að finnast. (meira…)

Skráðar pysjur komnar yfir 7000

Skráðar lundapysjur í pysjueftirlitinu eru orðnar 7014 en rúmlega helmingur þeirra hefur verið vigtaður eða 3751. Meðalþyngd þessara fulga er 284 grömm. Forsvarsmenn eftirlitsins eru ánægðir með þessa þátttöku í rafrænum skráningum en árið í ár er orðið það næst stærsta frá upphafi skráninga. Verulega hefur dregið úr skráningum síðustu daga og því ljóst að pysjuveiðitímabilið 2020 er senn á enda. (meira…)