„Við erum í þeirri erfiðu stöðu að við erum með 35 lundapysjur sem ekki náðu því að verða vatnsheldar nægilega snemma til að hægt væri að sleppa þeim lausum í haust. Hvorki höfnin eða Vestmannaeyjabær sjá sér fært að aðstoða okkur með þetta yfir veturinn og því leitum við til sjálfboðaliða til að aðstoða okkur,“ sagði Audrey Padgett framkvæmdastjóri Sea Life Trust. Hún segist vera að leita að fólki sem er tilbúið að aðstoða við þrif, skráningu og fóðrun fuglanna.
„Við erum þegar með nokkra góða sjálfboðaliða sem sjá um þrjá daga vikunnar en okkur vantar fólk á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Um er að ræða 2-4 tíma í senn hvern dag sem best væri að klára að morgni en einnig er möguleiki að sinna þessu milli 14:00 og 16:00. Við þurfum líklega á hjálp að halda fram í maí allt þar til lundinn sest upp í vor,“ sagði Audrey. Hún hvatti alla áhugasama til að hafa samband öll hjálp væri vel þegin, hvort sem um væri að ræða til lengri eða skemmri tíma. Hægt er að hafa samband í síma: 6202724, í gegnum tölvupóst belugas@sealifetrust.com. eða á facebook síðu Sea Life Trust.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst