Lundapysjuvertíðin hefur farið óvenju vel af stað þetta árið meðalþyngd þeirra fugla sem mældir hafa verið er með því hæsta frá Pysjueftirlitið tók til starfa árið 2003. Þegar þetta er skrifað hafa 209 pysjur verið skráðar, meðalþyngd er 316 g og sú þyngsta 380 g.
Tilraun er í gangi til að reyna fækka olíublautum pysjum í höfninni. Búið er að senda póst á fyrirtæki um að minnka ljósmagn við höfnina en kveikt verður á ljósum ofar í bænum til að reyna að fá pysjurnar ofar í bæinn. En eins og flestir vita eru það ljósin í bænum okkar sem laða þær að. Það má því gera ráð fyrir fjölda björgunnarmanna á ferli í nótt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst