Þokkalegri pysjuvertíð lokið

Pysjueftirlitið birti rétt í þessu lokatölur fyrir vertíðina 2023. Samtals voru 3.015 pysjur skráðar í eftirlitið í ár, þarf af 1.190 vigtaðar. Tímabilið í ár náði yfir 50 daga, sem er 14 dögum lengra en meðaltímabil síðustu 20 árin. Pysjueftirlitið hóf göngu sína árið 2003 og hefur því gögnum verið safnað í 21 ár. Síðustu […]

Fundu pysju á hálendi

Pysjueftirlitð fékk fregnir af pysju um daginn sem fannst dauð uppi á Biskupstungnaafrétti. Nánar til tekið við Sandvatn sem er um 80-90 km frá sjó. Var þetta eftir mikið sunnan hvassviðri sem gekk yfir landið fyrstu helgina í september. Greinilegt er að mikill vindur getur borið pysjur langt af leið. Þessi saga ætti að kenna […]

Ætisskortur seinni part sumars seinkar pysjum

Starfsmenn frá Náttúrustofu Suðurlands kíktu nýlega í lundaholur í Stórhöfða og eru pysjur í um 60% þeirra og er um vika í að þær verði tilbúnar. Þetta kemur fram á facebook síðu Pysjueftirlitsins. Pysjurnar eru því nokkru seinna á ferðinni en hafði verið áætlað miðað við ástand þeirra í júlí. Þetta er svipað og gerðist […]

Pattaralegar pysjur og spáin góð

Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust. Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í […]

Fyrsta pysjan komin í hús

Fyrsta pysja haustsins er komin í hús en það var hún Eygló Rós Sverrisdóttir sem fann hana í nótt við Slippinn. Hún verður vigtuð í hádeginu og því næst sleppt. Þess má geta að einnig fannst pysja í Reykjavík í síðustu viku. „Það er erfitt að segja til um það alveg strax en þetta gæti […]

Pysjur enn að lenda

Pysjutímabilið virðist hafa náð hámarki fyrir um tíu dögum, en nú er búið að skrá tæplega tvö þúsund pysjur inn á vefinn lundi.is.  En nú þegar líður að lokum pysjutímabilsins má búast við að þeim pysjum fjölgi sem eru litlar, léttar og vel dúnaðar. Þetta gerist á hverju ári, en vegna þess að meðalþyngdin í […]

Útbreiðsla makríls meiri nú

Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]

Pysjurnar lentar!

Fyrsta pysja þessa árs fannst við Kertaverksmiðjuna í nótt það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fangaði hana. Nú má reikna með að fari fleiri pysjur að finnast í bænum. Að því tilefni er vert að benda á að vefurinn lundi.is hefur nú verið opnaður fyrir skráningar, en mælst er til að allar pysjur sem finnast […]

Pysjueftirlitið – Myndband á þremur tungumálum

Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga. Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku. Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og […]

Pysjurnar lentar í Reykjavík!

Lundapysja

Ótrúlegt en satt, þá er fyrsta pysja ársins fundin í Reykjavík! Þessi pysja fannst um helgina. Nú fara þær eflaust að láta sjá sig í Eyjum. Við bíðum spennt eftir fyrstu lendingu! Á myndinni er Eiður Gauti með borgarpysjuna. Upplýsingar og mynd af Facebook síðu pysjueftirlitsins. (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.