Þokkalegri pysjuvertíð lokið
Pysjueftirlitið birti rétt í þessu lokatölur fyrir vertíðina 2023. Samtals voru 3.015 pysjur skráðar í eftirlitið í ár, þarf af 1.190 vigtaðar. Tímabilið í ár náði yfir 50 daga, sem er 14 dögum lengra en meðaltímabil síðustu 20 árin. Pysjueftirlitið hóf göngu sína árið 2003 og hefur því gögnum verið safnað í 21 ár. Síðustu […]
Fundu pysju á hálendi
Pysjueftirlitð fékk fregnir af pysju um daginn sem fannst dauð uppi á Biskupstungnaafrétti. Nánar til tekið við Sandvatn sem er um 80-90 km frá sjó. Var þetta eftir mikið sunnan hvassviðri sem gekk yfir landið fyrstu helgina í september. Greinilegt er að mikill vindur getur borið pysjur langt af leið. Þessi saga ætti að kenna […]
Ætisskortur seinni part sumars seinkar pysjum
Starfsmenn frá Náttúrustofu Suðurlands kíktu nýlega í lundaholur í Stórhöfða og eru pysjur í um 60% þeirra og er um vika í að þær verði tilbúnar. Þetta kemur fram á facebook síðu Pysjueftirlitsins. Pysjurnar eru því nokkru seinna á ferðinni en hafði verið áætlað miðað við ástand þeirra í júlí. Þetta er svipað og gerðist […]
Pattaralegar pysjur og spáin góð
Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust. Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í […]
Fyrsta pysjan komin í hús
Fyrsta pysja haustsins er komin í hús en það var hún Eygló Rós Sverrisdóttir sem fann hana í nótt við Slippinn. Hún verður vigtuð í hádeginu og því næst sleppt. Þess má geta að einnig fannst pysja í Reykjavík í síðustu viku. „Það er erfitt að segja til um það alveg strax en þetta gæti […]
Pysjur enn að lenda
Pysjutímabilið virðist hafa náð hámarki fyrir um tíu dögum, en nú er búið að skrá tæplega tvö þúsund pysjur inn á vefinn lundi.is. En nú þegar líður að lokum pysjutímabilsins má búast við að þeim pysjum fjölgi sem eru litlar, léttar og vel dúnaðar. Þetta gerist á hverju ári, en vegna þess að meðalþyngdin í […]
Útbreiðsla makríls meiri nú
Útbreiðsla makríls var mun meiri við Ísland í ár samanborið við síðustu tvö ár og mældist makríll fyrir austan, sunnan og vestan landið, að því er fram kemur í samantekt á niðurstöðum sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana. Fyrir sunnan land náði útbreiðslan yfir landgrunnið og suður að 61°N. Mesti þéttleikinn var fyrir suðaustan landið og […]
Pysjurnar lentar!
Fyrsta pysja þessa árs fannst við Kertaverksmiðjuna í nótt það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fangaði hana. Nú má reikna með að fari fleiri pysjur að finnast í bænum. Að því tilefni er vert að benda á að vefurinn lundi.is hefur nú verið opnaður fyrir skráningar, en mælst er til að allar pysjur sem finnast […]
Pysjueftirlitið – Myndband á þremur tungumálum
Pysjueftirlitið hefur nú gefið út myndband þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga. Myndbandið er á íslensku, ensku og pólsku. Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og […]
Pysjurnar lentar í Reykjavík!
Ótrúlegt en satt, þá er fyrsta pysja ársins fundin í Reykjavík! Þessi pysja fannst um helgina. Nú fara þær eflaust að láta sjá sig í Eyjum. Við bíðum spennt eftir fyrstu lendingu! Á myndinni er Eiður Gauti með borgarpysjuna. Upplýsingar og mynd af Facebook síðu pysjueftirlitsins. (meira…)