Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust.
Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í Eyjum nokkuð góð.
Þess má geta að pysja fannst við JL húsið í Reykjavík í síðustu viku.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst