Fyrsta pysja þessa árs fannst við Kertaverksmiðjuna í nótt það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fangaði hana.
Nú má reikna með að fari fleiri pysjur að finnast í bænum. Að því tilefni er vert að benda á að vefurinn lundi.is hefur nú verið opnaður fyrir skráningar, en mælst er til að allar pysjur sem finnast verði skráðar þar inn.
Þetta kemur fram á facebook síðu Pysjueftirlitsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst