Samkomulag um heildarveiði en ekki skiptingu uppsjávarfisks

Fulltrúar strandríkjanna sem eiga hagsmuni af uppsjávarveiðum í norðaustur Atlantshafi hafa komist að samkomulagi um hámarks heildarveiði á síld, kolmunna og makríl fyrir næsta ár. Samkomulag er ekki um skiptingu kvótans innbyrðis á milli landanna frekar en oft áður. Þetta kemur fram í frétt á vef Fiskifrétta. Fundirnir fóru fram 17. og 18. október í […]

Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]

Lífmassi makríls ekki minni síðan 2007

Niðurstöður frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sýna að lífsmassi makríls hefur ekki mælst minni síðan árið 2007 á Norðaustur-Atlantshafi. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 1. júli til 3. ágúst í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Vístitala lífmassa makríls var metin á 4,3 milljón tonn sem er 42% lækkun frá […]

Ástand makríls svipað og á síðasta ári

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 21. júlí. Í þessum 19 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 43 togstöðvar og sigldar um 3250 sjómílur eða 6 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunnar. […]

Áta í makrílnum kemur í veg fyrir heilfrystingu

„Við lukum við að vinna aflann úr Gullbergi á þriðjudaginn og úr Sighvati Bjarnasyni í gær (miðvikudag). Nú er hlé fram að næstu löndun og liðið mitt fær að sleikja sólina á meðan. Óþægilega mikil áta er í makrílnum og því ekki hægt að heilfrysta hann. Þess vegna hausum við og hausum!“ segir Benóný Þórisson, […]

Gullberg með 1.400 tonn af eðalmakríl

Gullberg VE kom til Eyja um hádegisbil í dag (sunnudag) með tæplega 1.400 tonn af makríl, 570 gramma fiski, er segir á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Áhöfnin fyllti skipið í lokin með makríl sem tekinn var frá Vinnslustöðvarskipunum Sighvati Bjarnasyni og Hugin á miðunum í Austurdjúpi. Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi, er hinn lukkulegasti með gang […]

Makríldómur og ráðherraviðhorf

Ragnar Hall lögmaður birti grein í Morgunblaðinu 7. júlí 2023 um makríldóminn sem féll Vinnslustöðinni og Hugin í vil í júní 2023. Hann rekur þar málsatvik og viðhorf fjármálaráðherrans til dómsins alveg sérstaklega. Grein Ragnars Hall – pdf-skjal (meira…)

Gullberg með 850 tonn af makríl

Gullberg VE kom snemma í morgun með fyrsta makrílfarm þessarar vertíðar. Hann veiddist innan lögsögu landsins við suðausturströndina en í fyrra var hann nánast allur veiddur út í Smugu. Gullberg er í eigu Vinnslustöðvarinnar. Um 850 tonn fengust og er fiskurinn yfir 500 grömm. Aflinn er verkaður til manneldis. (meira…)

Enn ósamið um makrílinn

Enn hefur ekkert samkomulag tekist um skiptingu makrílveiða milli strandríkjanna við Norðaustur-Atlantshaf. Engin niðurstaða varð úr hinum árlegu fundarhöldum í október, en áfram verður þó haldið að reyna að finna lausn. Fiskifréttir fjölluðu um málið í frétt um helgina. Að sögn matvælaráðuneytisins var byrjað að „skoða tölur um hlutdeildarskiptingu á fundinum. Enn er langt á […]

1200 tonn af makríl

„Við erum á heimleið með 1.200 tonn sem náðust í íslenskri lögsögu. Það hefur þurft að hafa talsvert fyrir því að leita að makrílnum og veiða hann á þessari vertíð,“ sagði Sveinn Ásgeirsson yfirstýrimaður á Gullbergi um hádegisbil í dag (1. september). Hann er í þann veginn að ljúka fyrsta túrnum sem skipstjóri á Gullbergi, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.