Fátt um makríl í köldum sjó

„Við höfum leitað á Kap og Hugin að makríl sunnan við Eyjar og þaðan til austurs og vesturs en sjáum ekkert nema nokkurt átulíf. Sjórinn er frekar kaldur, átta til níu gráður við yfirborðið. Makrílinn er ofboðslega dreifður þegar hann kemur upp að landinu og erfitt að sjá hann. Við erum líka snemma á ferðinni […]

Gaf út 140 þúsund tonna makrílkvóta

VSV Makríll (3)

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð um ákvörðun makrílafla íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands og á samningssvæði Norðaustur-Atlanthshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja árið 2021. Alls hefur markílaflinn verið ákvarðaður 140.627 tonn eða sem svarar 16,5% af samþykktum heildarafla á vettvangi NEAFC. Tilkynning Íslands um umræddan heildarafla hefur þegar verið send til NEAFC en […]

Brexit hefur áhrif á deilistofna

Útganga Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu um ára­mót hef­ur haft mik­il áhrif á strand­ríkja­fund­um hausts­ins um stjórn­un veiða úr deili­stofn­um, en þar hafa Bret­ar tekið sæti sem sjálf­stætt strand­ríki. Niðurstaða náðist ekki á fundi um mak­ríl og verður fundað á ný ekki síðar en 25. nóv­em­ber. Varðandi norsk-ís­lenska síld var ákveðið að setj­ast niður í janú­ar til […]

Endurnýjaður samningur við Færeyjar um fiskveiðimál

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra og Jacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra Færeyja náðu fyrr í vikunni samkomulagi um fiskveiðiheimildir Færeyinga innan íslenskrar lögsögu fyrir næsta ár og um gagnkvæman aðgang að veiðum í lögsögu landanna fyrir norsk-íslenska síld og kolmunna. Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða þær sömu og í ár eða 5,600 tonn og […]

Leggja mat á fjár­hags­legt tjón

Mats­menn hafa verið dóm­kvadd­ir til að leggja mat á fjár­hags­legt tjón Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Hug­ins í Vest­manna­eyj­um vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta. Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar, seg­ir að tjón fyr­ir­tækj­anna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dóm­kvadd­ir mats­menn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið ein­hvern tíma. Hæstirétt­ur felldi […]

Leggja til aukningu í síld en samdrátt í makríl og kolmunna

VSV Makríll (3)

Í dag 30. september veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar ársins 2021 fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna. Frá þessu er greint á vef Hafrannsóknarstofnunar. Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til í samræmi við samþykkta aflareglu strandríkja að afli ársins 2021 verði ekki meiri en 651 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi árs var 526 þúsund tonn og […]

Myndaveisla í makrílnum og síldinni heilsað

„Kap VE landaði fyrstu síld vertíðarinnar miðvikudaginn 16. september og er farin á ný til veiða fyrir austan. Núna erum við að vinna síldarfarm úr Ísleifi VE. Lokalöndun makrílvertíðarinnar var 7. september úr Ísleifi, síðan tók síldin við,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. Makríllinn hefur ekki verið kvaddur formlega í ár en meiri líkur en […]

72% minna af makríl við Ísland

Hafrannsóknarstofnun hefur birt samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sem farinn var á tímabilinu 1. júlí til 4. ágúst 2020. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Vísitala lífmassa makríls var metinn 12,3 milljónir tonna sem er 7% hækkun frá árinu 2019 og er mesti lífmassi sem mælst […]

Hörkuveiði eftir eltingaleik við makrílinn

„Heldur brösuglega gekk hjá okkur fyrstu tvo sólarhringana. Við leituðum að makríl í Síldarsmugunni, út undir mörkum norskrar lögsögu en fundum lítið. Svo röðuðu skipin sér upp og leituðu skipulega norður eftir, fundu fisk og köstuðu. Margir fengu 400 tonn og allt að 600 tonnum. Hörkuveiði sem sagt á þeim bletti. Þetta er mjög fínn […]

Ólíklegt að makríllinn mæti

Anna Heiða Ólafsdóttir var leiðangursstjóri í uppsjávarleiðangri á hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni þar sem togað var fyrir makríl, gerðar bergmálsmælingar á kolmunna og síld, miðsjávarlífríkið kannað og ástand sjávar mælt. Uppsjávarleiðangri Hafrannsóknastofnunar þetta sumarið lauk í síðustu viku. Auk Íslendinganna á Árna Friðrikssyni tóku fimm önnur skip þátt í leiðangrinum, frá Noregi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.