Hjörtur Elíasson minning

Í dag fylgdi ég æskuvini og jafnaldra mínum Hirti Ella áleiðist í hans síðustu ferð en hann var jarðsettur frá Selfosskirkju, hafði Hjörtur lengi glímt við erfið veikindi. Margt hefur breyst síðan við strákarnir ólumst upp í Eyjum og þá ekki bara landslag og umhverfi eftir gosið 1973 heldur líka félagslegt umhverfi og afþreying sem var […]

Árna verður lengi minnst

Ekki man ég árið en það var í janúar og undirritaður á leið á þorrablót á Seyðisfirði með mömmu. Hafði farið nokkrum sinnum og alltaf jafn gaman að líta æskustöðvarnar og hitta gamla vini og skólafélaga. Eins og stundum áður voru samgöngumál Eyjanna í umræðunni. Árni Johnsen boðaði til blaðamannafundar á Grand hóteli í Reykjavík […]

Árni Johnsen minning

Það brýtur á Breka og ödudalirnir dýpka áður en brimklóin skellur á Urðirnar og sjávarlöðrið þeytist undan austanáttinni yfir byggðina á Heimaey. Þar drekkur ungviðið í sig saltan sjóinn sem flýtur um í blóði æðakerfis þeirra. Það gerir Eyjamenn öðruvísi en aðra, náttúran er þeim í brjóst borin. Þeir verða ekki allir jafn mikil náttúrubörn […]

Minningarorð um Árna

Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, andaðist á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 6. júní síðastliðinn eftir langvarandi veikindi. Hann var 79 ára að aldri. Árna er minnst í eftirfarandi tilkynningu frá skrifstofu Alþingis: Árni Johnsen var fæddur í Vestmannaeyjum 1. mars 1944. Foreldrar hans voru Ingibjörg Á. Johnsen kaupkona og Poul Kanélas frá Bandaríkjunum, en […]

Árni Johnsen er látinn

Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður lést um kvöldmatarleytið í gær 79 ára að aldri á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Eftirlifandi kona hans er Halldóra Filippusdóttir, fyrrum flugfreyja. Sonur Árna og Halldóru var Breki sem er látinn. Halldóra átti Hauk A. Clausen en hann og Breki létust með stuttu millibili árin 2017 og 2018. Fyrir átti Árni […]

Minningargrein: Jóhannes Wirkner Guðmundsson

xr:d:DAEmRd78-MI:141,j:2326501770122434746,t:23060608

Jóhannes Wirkner Guðmundsson F.28.10.1958 D.27.05.2023 Jóhannes Wirkner Guðmundsson fæddist í Keflavík 28. október 1958. Hann lést 27. maí 2023. Foreldrar hans voru Guðmundur Gíslason og Ingibjörg Friðriksdóttir. Eftirlifandi eiginkona Jóhannesar er Ásta Katrín Ólafsdóttir fædd í Vestmannaeyjum 25. desember 1958. Foreldrar hennar voru Ólafur Oddgeirsson og Ragna Lísa (Góa) Eyvindsdóttir. Börn Jóhannesar og Ástu Katrínar […]

Andlát: Steinunn Einarsdóttir

Móðir mín og amma okkar Steinunn Einarsdóttir, myndlistarkona frá Strönd Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 15. maí. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 26. maí kl 13 Streymt verður frá athöfninni á https://www.landakirkja.is/ Katrín (Katherine) Rose McClelland Stephanie Collete McClelland Steven Gregory McClelland (meira…)

Andlát: Ingólfur Guðni Árnason

Yndislegi faðir okkar, sonur, bróðir, tengdafaðir og vinur Ingólfur Guðni Árnason, Daggarvöllum 13, Hafnarfirði lést á gjörgæsludeild Landspítalans 16. apríl sl. Útförin verður gerð frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn 2. maí kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir börnin hans. Kt. 210601-2280 / […]

Minningargrein: Örn Guðmundsson

Þann 22. apríl fyrir 54 árum fæddist vinur minn, Örn Guðmundsson en hann lést 2. mars 2022. Ég minnist hans með pistli þessum er ritaður var á síðasta ári. Við mennirnir eru svo skrítnir, háðir áunnum höftum jafnt sem meðfæddum sem er stundum eins og gjöf sem guð ætlar okkur að leysa úr, svo batnandi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.