Minningargrein: Örn Guðmundsson
21. apríl, 2023

Þann 22. apríl fyrir 54 árum fæddist vinur minn, Örn Guðmundsson en hann lést 2. mars 2022. Ég minnist hans með pistli þessum er ritaður var á síðasta ári.

Við mennirnir eru svo skrítnir, háðir áunnum höftum jafnt sem meðfæddum sem er stundum eins og gjöf sem guð ætlar okkur að leysa úr, svo batnandi sálu njóti. Gjöfin sem ég fékk tel ég hafa verið hlédrægni en ég var alveg skelfilega feiminn langt fram á þrítugsaldurinn en þá fór blessunarlega að losna um viðjar hennar.
En árin sem liðu áður, þegar ég var barn, táningur, unglingur og ungur maður hefðu gefið meira ef ekki hefði verið fyrir feimnina. Feimni heftir svo margt, samskipti í skóla, íþróttum, félagslífi og almennt út tímann.

Tánings og unglingsárin tvístraði krökkum í hópa sem voru mis opnir fyrir öðrum. Sumir vissu þó að öðrum, vissu af einhverju sameiginlegu, fundu aðdáun í garð annars, voru forvitin og fundu fyrir hvítri öfund. Það var ekki allt eins saklaust og fegurð unga fólksins bar með sér. Hópamyndun gat af sér fjarlægð og jafnvel óvild.
Einn af þessum krökkum úr öðrum hópi vakti athygli mína en hann komst að mér jafn langt og ég komst að honum. Jafnaldrar, í sínum hvorum bekknum, hann í Tý og ég í Þór. Hann bjó á hamrinum og ég lengst uppi í bæ. Við vissum af hvorum öðrum en það var samt þessi ósýnilegi persónuveggur á milli okkar sem þó var hægt að gægjast yfir því við áttum persónulegan vin. Fyrstu samskiptin á milli okkar hafa eflaust verið í frímínútum í barnaskólanum þegar við bekkirnir spiluðu sín á milli í fótbolta og ég man líka eftir í heimahögum, viðskiptum með dúfur sem gengu ekki eftir þar sem samningaumleitanir fóru út um þúfur.

Í barnaskólanum sýndi ég enga afburði í námi en þótti bestur í teikningu, eiginlega lang bestur, langt á undan hinum með blýantsförin en dag einn hafði æskuvinur minn á orði að hinn fjarlægi jafnaldri drægi dýpri og skírari línur en ég. Þá hrundi eitthvað í egóinu hjá mér og í mér blossaði óttablandin forvitni um það hvað hann gerði svona betur en ég. Ég fór ekkert til hans til að kanna hvað hann gat, reyndi bara að fylgjast með honum úr hæfilegri fjarlægð.
Táningsaldurinn kom og allir jafnaldrarnir urðu elstir og valdamestir í barnaskólanum en svo kom sumarið með sinni einu iðju, fótbolta. Baráttan um Vestmannaeyjatitilinn var framundan.

Við hittumst þá á vellinum undir eldfjallinu helga, ég í vel girtum Þórsbúningnum og hann í grænum Týsbúning, ógirtum. Í upphituninni fyrir viðureignina barst til eyrna okkar Þórara frá miðlínu vallar, ábending hans þess efnis að líf okkar og limir væru í hættu. Í kjölfarið kom athugasemd um getu okkar, almennt. Það var þá að fyrirspenna mín brast og fætur mínir tóku á beina rás þar sem hann stóð við miðlínuna. Ábending hans var tekin til greina og henni svarað með nokkrum viðeigandi orðum sem engum er fært að heyra en hvorugur okkar þorði að stíga fæti yfir mörk hinnar heilögu miðlínu vallarins því við vissum að hnefar hefðu farið á loft. Almáttugur dómarinn skarst í leikinn og lagði fyrir okkur háttsemislínurnar áður en yfir sauð og bað okkur að lofa drengilega hegðun. Svo flautaði hann leikinn á sem kláraðist með nokkrum mörkum, tæklingum, munnbrúki, spjöldum og marblettum. Að leik loknum tókust menn svo í hendur og andrúmsloftið yfir eyjunni varð aftur friðsælt. Þetta var eini leikurinn sem ég hóf án nokkurs hnjáskjálfta og það sama átti við um hinn grjótharða Týrara er við bárum saman bækur mörgum árum síðar.
Tíminn hélt áfram með árum og þroskaskeiðum drengja sem urðu svo ungir menn. Skólaganga þyngdist, menn lærðu, menn unnu og menn hurfu í nauðsynlegan atvinnuheim. Við tveir hittumst þá sem ungir harðnandi menn á köldum og hrjúfum vinnustað, við frystitæki gamla Ísfélagsins, þá í upphafi vertíðar. Félagskapinn héldu nokkrir menn af ólíku tagi sem skemmtu hver öðrum í kaffipásum með spilamennsku, kotru og spjalli. Við tveir héldum kunningsskapnum í lágmarki af einhverri duldri ástæðu.

Verksmiðjan þurfti á afli þeirra að halda svo menn gáfu sitt og unnu langan daghring um mánaða bil. Þreytan varð löng og svefninn harður og stuttur. Morgungleðin þverraðist hvern vinnudag. Vinskapur félaganna festist á haka tímans sem sló svo vísi sínum á þrot þolinmæðinnar. Stoðir persónuveggjanna tóku að veikjast á meðan spenna hlóðst upp á milli okkar tveggja. Neistar skutust af augnglitrum og urrandi spíttust orðin á milli. Hnefar risu og skullu í síðum og kjömmum. Svarnir óvinir, ritað og skráð í bræðiskruddu. Hann fór. Ég fór. Tíminn fór.

Að villtu sumri kom tíminn aftur með tvo hugsandi menn um sitt eigið ráð þegar leiðir þeirra skárust saman á diskóteki á Skansinum. Hann stóð í skuggahúmi upp við vegg með glas í hönd. Hjá honum stóð masandi vinur hans sem gerði hlé á máli þegar erkióvinurinn minn gaf mér auga og í nokkur augnablik runnu upp sameiginlegar hugsanir okkar, það sem búið var að gerast og tilfinningarnar sem suðu.

För mín endaði á barnum þar sem ég hressti mig með glundri úr glasi og herti mig til að taka skrefin til baka. Vinur hans lét sig hverfa kveðjulaust þegar hann sá hvar ég staðnæmdi stutt ferðalagið. Bar ég mig að honum og vildi fá tal. Vart var afsökunar- og fyrgefningarbeiðnin hálfnuð er sáttum var náð og glösum skellt saman. Harkan hafði mýkst af samviskunni en á þessu balli unnust inn ófá þroskastigin. Hafði þjáningin herjað af jafnmiklu réttlæti á okkur báða fjarlægu jafnaldrana, andstæðinga innan fótboltamenningarinnar og áður skaðræðis vinnufélaga. Við hlógum mikið af Ísfélagsáflogunum og skömmuðumst okkar líka upp að ákveðnu marki þó. Frá þessari stundu varð allt háð eðlilegri vináttu og heilbrigðri virðingu.

Við urðum góðir vinir og uppgötvuðum svo margt sameiginlegt. Ég komst að því af hverju hann dró betri línu og hann vissi líka svo margt um listasöguna, listastefnur og sagði vel og skýrt frá. Fljótlega komu vinir hans og menn fóru að tala saman, kynnast og hafa gaman. Þarna var viðurkennd virðing á milli manna og opið skjól kunningsskaps. Allt varð mér betra. Við gátum talað hömlulaust í trúnaði og glensi. Við héldum í menningarferðir til borgarinnar og rýndum djúpt í málverk á sýningum. Við unnum líka aðeins lengur saman í verksmiðjunni og þó hann færði sig um set í aðra smiðju, hélst samveran. Okkur áskotnaðist óvænt húsnæði um hríð þar sem útrás okkar geystist um sköpunarsali. Þetta var góður tími.

En svo heldur hann áfram, tíminn og það gera líka fullorðnir menn. Þeir haga hag eftir stað og færa sig um set. Vináttan hélst í langri taug tímans og það er einmitt tíminn sem fer svona með okkur. Hann flækti líf sitt, ég kannaði borgina gráu og sótti þar viðurværi. Við heyrðumst þó og hittumst, tókum nauðsynlega samveru og áttum almennilegt spjall þar sem hann dásamaði syni sína og furðaði sig á gáfum þeirra en hann sjálfur var það líka. Allt það sem sem hann fékk áhuga á, lærði hann vel og kenndi svo mér; listasöguna, ljósmyndun, olíu- og akrílmálun.

Hlédrægnin lét mig vita að hún bjó enn innra með mér og það kom að því að erfiðara og erfiðara varð að slá á þráðinn eða að banka uppá en það eina sem ég gerði var að hugsa svo marg oft til hans. Vinátta er eitt það dýrmætasta sem við getum eignast en þó vegurinn á milli vina kunni að verða langur þá má hann ekki falla í ófærð.
Á síðastliðnu ári teygðu vindasamir lokadagar febrúar sig inn á marsmánuð en þegar sólin hjó daggeislum um bláhiminn gaf kuldaskellur veturs af sér hlýlegri blæ og við þverrandi orku hans færðist ró á kára og hugur minn laumaðist glaðværlega að vorgátt.
Friðþæfandi tilfinningin dökknaði er mér bárust skilaboð þess efnis að vinur minn, Örn, væri dáinn.

Góðar stundir, Öddi og megi þig hafa dreymt fallega á ferðalaginu. Við sjáumst síðar.

Vinur þinn, Hilmir.

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
viðburðir
Kjorkassi Stor
13. nóvember 2024
17:30
Opinn íbúafundur
Höllin
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst