Útvarp Saga

Þegar ég á erindi í Reykjavík hef ég vanið mig á það að stilla útvarpið í bílnum á Útvarp Sögu. Hvað sem hver segir hef ég lúmskt gaman af því sem þar fer fram en það á þó ekki alltaf við um þá sem ferðast með mér og hafa ekki sama húmor. Ástæða þess að […]

Ljótur leikur með brýna hagsmuni Eyjamanna

Alvarleg stað Herjólfs ohf. hefur verið til umræðu undanfarið vegna mikils tekjufalls í kjölfar Covid-19. Einnig er það ljóst að ríkið hefur ekki verið að greiða samkvæmt þjónustusamningi vegna öryggismönnunar og fleiri þátta. Þeim kröfum er haldið fast að ríkinu. Staðan er sú að í heildina vantar um 400 milljónir inn í rekstur Herjólfs ohf. […]

Stór dagur fyrir lýðræðið í Vestmannaeyjum

Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gærkvöldi var til umræðu endurskoðuð samþykkt um stjórn og fundarsköp Vestmannaeyjabæjar. Hljómar vafalaust ekki spennandi í eyrum allra en umræðan var engu að síður áhugavert og skemmtilegt! Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur verið skipuð 7 fulltrúum allt frá kosningum 1994 þegar bæjarfulltrúum var fækkað úr 9 í 7 en fyrir þann […]

Silja Elsabet Brynjarsdóttir er bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2020

Silja er fædd í Vestmannaeyjum þann 15. ágúst 1991 og hóf söngferil sinn í Söngkeppni barna á Þjóðhátíð árið 1998, þá 6 ára gömul, alveg að verða 7. Síðan söng hún með barnakór Landakirkju og var hún yngsti nemandi kórsins frá upphafi. Hún hóf 11 ára gömul söngnám við Tónlistaskóla Vestmannaeyja auk þess að ljúka […]

Við munum halda áfram að trompa!

Það gerist endrum og sinnum að fólk gefur sig á tal við mig og ræðir málefni bæjarins. Í það spjall er ég alltaf tilbúinn við hvern sem er, hvort sem sá fylgir mér að málum eða ekki. Og það sem meira er að þá gerist það sömuleiðis að fólk hrósar fyrir það sem vel er […]

Áfram Vestmannaeyjar!

Eftir erfiðan vetur virðist vorið loksins vera komið. Veðrið síðustu dagana ber það sterklega með sér þar sem eyjan okkar hefur skartað sínu fegursta í blíðunni undanfarið. Sjálfur fagna ég sérstaklega endalokum þessa vetrar, enda með eindæmum erfiður og leiðinlegur. Segja má að farsóttin hafi sett samfélagið allt á hliðina, bæði hér í Vestmannaeyjum sem […]

Hart barist á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi í Einarsstofu. Þrettán mál voru á dagskrá fundarins og fjölmörg mál til umfjöllunar. Áberandi var á fundinum hversu ítrekað bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræddu um samskiptaleysi, skort á gögnum og óvandaðri stjórnsýslu. Fengu svar 10 mínútum fyrir fundinn Á fundinum var tekin ákvörðun um að þeir fulltrúar sem sitja í bæjarráði Vestmannaeyja […]

Lægri álögur – betri þjónusta!

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Á haustin hefst hjá hverju sveitarfélagi vinna við gerð fjárhagsáætlunar komandi árs þar sem kemur fram hvernig tekna verður aflað og hvernig þeim fjármunum verður ráðstafað. Við slíka vinnu þurfa sveitarstjórnir að meta þjónustuna sem sveitarfélagið veitir, hvaða framkvæmda þurfi að ráðast í og hvernig útgjöld sveitarfélagsins verði fjármögnuð. Stefna bæjarins er að veita íbúum […]

Mín meintu lögbrot

Ég hef áður skrifað um ólgu og óróleika sem mér finnst hafa einkennt bæjarpólitíkina síðustu mánuði. Síðustu fundir bæjarstjórnar og bæjarráðs bera það með sér að lítil breyting virðist vera í vændum hvað það varðar. Einn af hápunktum síðasta bæjarstjórnarfundar var þegar minnihlutinn mótmælti kröftuglega úttekt á verklagi og fjármögnun framkvæmda við Fiskiðjuna. Raunar urðu […]

Úlfur, úlfur!

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sparar ekki stóru orðin í grein sinni á vefmiðlum í gær þar sem hún talar um að meirihlutinn hafi, þó ekki séu liðnir nema tveir mánuðir frá kosningum, þverbrotið sín kosningaloforð og sé í hróplegri mótsögn við sjálfan sig. Tilefnið virðist vera fundur bæjarráðs fyrr um daginn. Ótrúlegt en satt birtist greinin […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.