Ófriði lýst á hendur Eyjamönnum – Á ný 

Sumarið 2016 stefndi Umhverfisstofnun á að friðlýsa búsvæði sjófugla sem friðland í Vestmannaeyjum, í samræmi við 2. og 49.gr. lagna nr. 60/2013 um nátturuvernd. Friðlýsingin sem fól m.a. í sér að margvíslegt vald yrði  fært frá bæjaryfirvöldum til Umhverfisstofnunar, s.s. umsjón með búsvæðavernd fugla, landnotkun og mannvirkjagerð á hinu friðlýsta svæði sem eru allar úteyjarnar […]

Ófriður Óbyggðanefndar

Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998. Nefndinni var ætlað að kanna og skera úr um hvaða landsvæði teljast til þjóðlendna. Hver væru mörk þjóðlendna og eignalanda bænda. Bændum var talin trú um að þetta væri þeim til hagsbóta. Bændur hafa verið hlynntir því að skýra óvissu. Það stóð til að þetta tæki bara fáein ár […]

Skorar á fjármálaráðherra að draga málið til baka

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs en Fjármála- og efnahagsráðherra, f.h. íslenska ríkisins, lýsti þann 2. febrúar sl. kröfum um lönd í Vestmannaeyjum sem óbyggðanefnd hefur skorið úr um að séu þjóðlendur sbr. lög nr. 58/1998. Samkvæmt kröfulýsingu er um að ræða hluti lands á Heimaey, úteyjar og sker. Óbyggðanefnd kallaði eftir […]

Hvað var keypt þegar Vestmannaeyjar voru seldar?

Hvenær er 1. apríl? Útspil Óbyggðanefndar, sem krefst fyrir hönd íslenska ríkisins að stór hluti Vestmannaeyja skuli teljast þjóðlenda, bar því miður ekki upp á 1. apríl. Af þeim sökum þykir rétt að rifja upp síðustu sölu Vestmannaeyja þar sem ríkið var einmitt sá er seldi. Hér verður því leitast við að svara einfaldri spurningu: […]

Kröfur fjármálaráðherra – Ekki Óbyggðanefndar

Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja […]

Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra

Opið bréf til fjármála- og efnahagsráðherra frá bæjarstjórn Vestmannaeyja Ágæta Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Þann 2. febrúar s.l. var undirrituð fyrir þína hönd krafa um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjar og sker sem sameiginlega mynda það sem heitir Vestmannaeyjar. Þessi krafa hefur þó enn ekki verið send okkur Eyjamönnum heldur […]

Ríkið vill gleypa allar Vestmannaeyjar 

Allt vill ríkið gleypa. Nú hefur fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd kröfur um þjóðlendur á svæði 12 sem nefnist „eyjar og sker“ og tekur til landsvæða innan landhelginnar en utan meginlandsins. Um er að ræða sautjánda og síðasta svæðið sem óbyggðanefnd tekur til meðferðar. Hér á eftir fara upplýsingar um kröfugerð […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.