Ríkið ásælist enn úteyjarnar

2vestmannaeyjar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óbyggðanefnd. Þar segir ennfremur að sett hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. […]

Vilja að fjármálaráðherra falli frá öllum kröfum

Meðal þess sem var á dagskrá bæjarráðs í vikunni voru þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Vestmannaeyjar. Bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs sátu fund með lögmönnum Vestmannaeyjabæjar í málinu og Kára Bjarnasyni forstöðumanni Safnahúss sem vinnur að gagnaöflun. Farið var yfir stöðu málsins en gagnaöflun gengur vel og unnið er að bréfi til nýs fjármálaráðherra þess […]

Tilkynning frá óbyggðanefnd

IMG 20210727 175022

Óbyggðanefnd hefur framlengt kröfulýsingarfrest landeigenda á svæði 12 (eyjar og sker) til 2. september 2024. Framlengingunni er ætlað að gefa fjármála- og efnahagsráðherra færi á að ljúka endurskoðun sem ráðherra hefur boðað á kröfugerð ríkisins, sem og kortagerð vegna hennar, og tryggja að landeigendur hafi síðan nægan tíma að því loknu til að bregðast við […]

Undirbýr kröfur til óbyggðanefndar

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umræðu á fundi bæjarráðs á miðvikudag. Þar kom fram að Vestmannaeyjabær undirbýr nú kröfur til óbyggðanefndar í allt það landsvæði á Heimaey, auk eyja og skerja sem tilheyra Vestmannaeyjum og fjármála- og efnahagsráðherra hefur gert kröfu í. Bæjarráð mun ráða lögfræðinga til að fara með kröfur Vestmannaeyjabæjar í málinu en […]

Vilja taka eyjar og sker af borði Óbyggðanefndar

Fimm þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu til á Alþingi í gær að óbyggðanefnd hætti málsmeðferð varðandi eyj­ar, hólma og sker, eða svæði 12 í kröfu­gerð rík­is­ins, sem nokkuð hef­ur verið fjallað um síðustu vikur. Kröf­ur ganga óþarf­lega langt Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra mælti stjórnarfrum­varpi til laga um breyt­ing­ar á lög­um um þjóðlend­ur og ákvörðun marka eign­ar­landa, þjóðlendna og […]

Þrengir verulega mannlífi í Vestmannaeyjum

Meðal svæða á Heimaey sem fjármála- og efnahagsráðherra ásælist fyrir hönd ríkisins eru Háin, Hlíðarbrekkur,  hluti af Brekkunni í Herjólfsdal og fjöll þar í kring, Kaplagjóta, Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur að mestu. Líka allt land sem kom upp í gosinu 1973 og Eldfell og svo Stórhöfða. Þetta er aðeins hluti lands sem tiltekinn er í […]

Ráðherrann ræður

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti einróma fyrir helgi að skora á fjármálaráðherra að draga tilbaka kröfur um að Vestmannaeyjabær láti af hendi til ríkisins stóran hluta af Heimaey og allar úteyjarnar. Í bókun bæjarstjórnar segir: ‘’Eignarhald Vestmannaeyjabæjar gagnvart heimalandinu og úteyjum í heild sinni er ótvírætt og stutt óyggjandi gögnum. Sérstök lög voru sett árið 1960 um […]

Mesta ógn frá því í gosinu 1973? Ráðherra ræður engu

Það hefur ýmislegt dunið á Vestmannaeyingum síðasta árið. Byrjaði með bilun rafstrengs í byrjun síðasta árs. Í ljós kom að Herjólfur getur bilað og Landeyjahöfn er langt frá að skila því sem ætlað var. Ekki var útlitið bjart þegar vatnsleiðslan varð fyrir hnjaski í lok ársins 2023. Flestum hefði þótt nóg komið en nú bendir […]

Guðlaugur Þór kl. 12 og Þórdís Kolbrún kl. 20 í Ásgarði

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]

Ráðherra vill að óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, […]