Styttist í fyrstu lundapysjurnar

“Nú næstu daga eigum við von á að fyrstu lundapysjurnar finnist í bænum. Eins og áður biðjum við ykkur endilega að koma með pysjurnar til okkar í vigtun og mælingu,” segir í tilkynningu frá Pysjueftirlitinu. “Að þessu sinni verður pysjueftirlitið staðsett í nýjum húsakynnum Sea Life Trust og gengið inn að austanverðu. Við munum auglýsa […]
Fyrstu pysjurnar í kringum Þjóðhátíð?

Svo virðist sem lundavarp sé með eindæmum gott þetta árið og óvenju snemma á ferðinni ef marka má rannsóknir Erps Snæs Hansens forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. „Lundinn í Eyjum var að verpa uppúr 10. maí í ár sem er töluvert fyrr en undanfarin ár, í byrjun júní, og meira að segja þó nokkuð í fyrra fallinu […]
Uppskeruhátíð Pysjueftirlitsins

Líkt og fyrri ár verður Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins haldin fyrstu helgina í nóvember, á Safnahelgi. Í ár voru teknar yfir 7500 ljósmyndir enda hefur fjöldi pysja í eftirlitinu aldrei verið meiri og settum við nokkur heimsmet í ár! Sýningin opnar föstudaginn 2. nóvember klukkan 15 og verður opin alla helgina, opnunartími er sem hér segir; Föstudagur […]
5435 pysjur verið vigtaðar.

Það er heldur farið að hægjast á pysjuævintýrinu í Eyjum enn eru þó pysjur að finnast. Í heildina er búið að koma 5435 pysjur í Pysjueftirlit Sæheima sem er það lang mesta frá því að mælingar hófust. Það er nóg að gera í Sæheimum þessa dagana þrátt fyrir að pysjunum hafi fækkað voru þær samt […]
Heimsmet sett í pysjuvigtun um helgina

Þeir voru ófáir pysjubjörgunarmennirnir á ferli síðustu daga enda pysjutíminn í hámarki. Tvívegis var slegið heimsmet í fjölda vigtaðra og vængmældra pysja í pysjueftirliti Sæheima. En eftirlitið er á nýjum stað í ár. Í “Hvíta húsinu” að Strandvegi 50, gengið inn baka til. Á fimmtudaginn var komið með 472 pysjur sem er mesti fjöldi síðan […]
Pysjueftirlitið er flutt í hvíta húsið

Það var nóg um að vera í pysjueftirlitinu um helgina og er heildarfjöldinn að nálgast 300. Frá og með deginum í dag mun pysjueftirlitið flytja sig um set, nánar tiltekið í “hvíta húsið” við Strandveg 50. Opnunartíminn verður frá 13-18 alla daga en Sæheimar taka enn á móti pysjum eða þangað til pysjueftirlitið opnar klukkan 13:00 […]