Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar. Harpa hefur starfað við íslensk og erlend söfn í rúm 20 ár og sem safnstjóri Listasafns Íslands stjórnað einu af þremur höfuðsöfnum íslenska ríkisins. Þar hefur hún á undanförnum árum leitt starfsemina inn í nýja tíma með áherslu á að […]

Skansinn fyrir gos (myndband)

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá skemmtilegt myndbrot af Skansinum fyrir gos sem Vestmannaeyjabær birti á facebook síðu sinni í morgunn. Vikumyndin er samstarfsverkefni við Ljósmyndasafn Vestmannaeyjar.   (meira…)

Of ung fyrir krabbamein?

Safnahúsið Vestmannaeyjum og Brakkasamtökin bjóða þér á ljósmyndasýninguna Of ung fyrir krabbamein? Saga Sóleyjar – Þórdís Erla Ágústdóttir Í Einarsstofu, 30. apríl kl 13:00 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, varaformaður Brakkasamtakanna, fjallar um reynslu sína sem BRCA arfberi. Einnig munu Gunnar Bjarni Ragnarsson og Sóley Björg Ingibergsdóttir taka þátt í umræðum um BRCA og arfgeng krabbamein. Þá […]

Sjóferð með Voninni VE 113 – myndband

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ætlar í ár að birta bæði myndbúta og ljósmyndir á föstudögum. Þetta myndbrot sýnir sjóferð með Voninni VE 113. Bræðurnir Guðmundur, Jón og Guðlaugur Vigfússynir áttu bátinn. Myndbrotið er tekið einhvern tímann 1940 – 1950. Vikumyndin er samstarfsverkefni ljósmyndasafnsins og Vestmannaeyjabæjar. (meira…)

Fiskvinnsla á árum áður

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ætlar í ár að birta bæði myndbúta og ljósmyndir á föstudögum. Þetta myndbrot sýnir fiskvinnslu á árum áður. Hér má sjá þorsk settan í umbúðir og undirbúinn fyrir útflutning. Vikumyndin er samstarfsverkefni ljósmyndasafnsins og Vestmannaeyjabæjar   (meira…)

Skátastúlkur á Jamboree – alþjóðamóti skáta 1957 og 2019

Í tilefni af 100 ára afmæli kvenskátahreyfingarinnar á Íslandi verður dagskrá í Safnahúsi tileinkuð skátastarfi. Boðið verður upp á súpu og brauð og félagar úr skátafélaginu Faxa taka nokkur skátalög. Sigrún Þorsteinsdóttir og dótturdóttir hennar, Eva Sigurðardóttir, sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í alþjóðamóti skáta með 62 ára millibili segja frá ferðum […]

Myndband frá fyrri hluta 20. aldar

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ætlar í ár að birta bæði myndbúta og ljósmyndir á föstudögum. Þetta myndbrot er tekið á fyrri hluta 20. aldar. Þar má sjá stakkstæði, Hannes lóðs og Urðarvita. Vikumyndin er samstarfsverkefni ljósmyndasafnsins og Vestmannaeyjabæjar   (meira…)

Myndband frá byggingu Vilpunnar

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ætlar í ár að birta bæði myndbúta og ljósmyndir á föstudögum. Þessi myndbútur er frá byggingu Vilpunnar. Spurt er kannast einhver við mennina? Vikumyndin er samstarfsverkefni ljósmyndasafnsins og Vestmannaeyjabæjar (meira…)

Vestmannaeyjabær á sumardegi 1954 (myndband)

Ljósmyndasafn Vestmannaeyja ætlar í ár að birta bæði myndbúta og ljósmyndir á föstudögum. Þessi myndbútur er frá félaginu Heimakletti af Vestmannaeyjabæ á góðum sumardegi 1954. Vikumyndin er samstarfsverkefni ljósmyndasafnsins og Vestmannaeyjabæjar (meira…)

Safnahúsið styttir biðina eftir jólunum

Starfsfólkið í Safnahúsinu ætlar að sjá til þess að engum leiðist í desember en þau ætla að bjóða upp á ein 3 jóladagatöl. Nánari lýsingu á þeim upplýsingar um það hvar þau má finna má sjá hér að neðan. Jóladagatal Listasafns Vestmannaeyja í boði Listvina. Listasafn Vestmannaeyja telur um 900 listaverk eftir um 100 listamenn. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.