Helgistund í Stafkirkjunni

Þrettándagleðinni líkur formlega í dag klukkan 13:00 með helgistund í Stafkirkjunni þar sem Tríó Þóris Ólafssonar sér um tónlistina. Dagskrá helgarinnar (meira…)

Þrettándagleðin heldur áfram

Þrettándagleðin heldur áfram í dag með ýmsum hætti. Laugardagur 6. janúar 12:00-15:00 Fjölskylduratleikur jólakattarins í Safnahúsi 12:00-16:00 Langur laugardagur í verslunum 13:00 Opnun myndlistarsýningar á verkum Steinunnar Einarsdóttur í Safnahúsi 13:30-15:30 Tröllagleði í Íþróttamiðstöðinni undir stjórn Fimleikafélagsins Ránar Dagskrá helgarinnar (meira…)

Gígja ráðin í starf safnstjóra Sagnheima

Staða safnstjóra Sagnheima, byggða- og náttúrugripasafns var auglýst laus til umsóknar 16. nóvember 2023 og var umsóknarfrestur til 30. nóvember sl. Samkvæmt auglýsingunni annast safnstjóri daglegan rekstur Sagnheima ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Safnahúss. Safnstjóri hefur með höndum yfirumsjón með munavörslu, skráningu og úrvinnslu safnmuna ásamt kynningu, m.a móttöku gesta, umsjón með safnkennslu og […]

Dagskrá Safnahelgar 2023

Safnahelgin hefst fimmtudaginn næstkomandi þar sem í boði verður fjögurra daga veisla. Hér fyrir neðan má kynna sér dagskrá helgarinnar. Fimmtudagur 2. nóvember 13:30-14:30 Safnahúsið: Ljósmyndadagur – Lifandi myndir frá 1973. 17:00-17:30 Stafkirkjan: Setning. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir. Tónlistaratriði flytja: Kitty Kovács og Júlíanna S. Andersen. 19:30- Eldheimar: Hugur minn dvelur hjá […]

“Til móts við Eldfell” opnar í dag

Vestmannaeyjabær býður í dag til opnunar á Til móts við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja,  kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt fólki […]

Dregið saman safn nýrra og eldri verka um Eldfell

Vestmannaeyjabær býður til opnunar á Til fundar við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, laugardaginn 9. september kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt […]

Safnahelgi – Saga, súpa og sýningar

Það þarf enginn á láta sér leiðast í dag. Fjörið byrjar klukkan 12.00 með Sögu og súpu í Safnahúsi þar sem viðfangsefnið er Gunnar Ólafsson á Tanganum og atvinnusaga Vestmannaeyja. Þátttakendur er Andrea Þormar, Helgi Bernódusson og Guðjón Friðriksson. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði. Seinni leikur ÍBV og Donbas frá Úkraínu er klukkan 14.00 og […]

Safnahelgi – Mál, menning og handbolti

Dagskrá Safnahelgar nær hápunkti í dag og hefst með bókakynningu í Safnahúsi kl. 12.00. Þær Arna Björgvinsdóttir og Yrsa Þöll Gylfadóttir lesa úr nýjum bókum sínum í seríunni Bekkurinn minn. Bókabeitan kynnir ýmsar barnabækur. Klukkan 13.00 er yfirgripsmikið málþing um athafnamanninn Gísla J. Johnsen í Ráðhúsinu. Þátttakendur eru Arnar Sigurmundsson, Helgi Bernódusson, Ívar Atlason, Kári […]

Safnahelgi – Eyjasund og KK

Safnahelgi heldur áfram í dag og enn er það Safnhús sem er miðpunkturinn. Þar mætir Sigurgeir Svanbergsson og lýsir í máli og myndum Eyjasundi sínu í júlí í sumar. Um kvöldið verður slegið í klárinn þegar KK mætir á Háloftið. Opnunartími safna: Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma. Sagnheimar 13-16 á laugardag. Frítt […]

Safnahelgi – Menningarveisla í tali, tónum, myndum og handbolta

Það var árið 2004 sem Kristín Jóhannsdóttir, þá menningar- og ferðamálafulltrúi Vestmannaeyja blés til fyrstu Safnanæturinnar í Vestmannaeyjum. Hugmynd sem hún tók með sér frá Þýskalandi og hefur verið árviss viðburður síðan. Fljótlega varð þetta að Safnahelgi, sannkölluð menningarveisla fyrstu helgina í nóvember sem nú er fram undan. Hefst hún á morgun, fimmtudag og stendur […]