Það þarf enginn á láta sér leiðast í dag. Fjörið byrjar klukkan 12.00 með Sögu og súpu í Safnahúsi þar sem viðfangsefnið er Gunnar Ólafsson á Tanganum og atvinnusaga Vestmannaeyja. Þátttakendur er Andrea Þormar, Helgi Bernódusson og Guðjón Friðriksson. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði.
Seinni leikur ÍBV og Donbas frá Úkraínu er klukkan 14.00 og Ávaxtakarfan verður sýnd klukkan 14.00 og 17.00.
Hvíta húsið verður með opið hús milli 16.00-18.00
Opnunartími safna:
Eldheimar 13:30-16:30 alla daga. Solander sýningin á opnunartíma.
Sjóminjasafn Þórðar Rafns 13-16 lau og sun. Frítt inn.
Gestastofa Sea Life Trust 11-15 fös, lau og sun. Heimafólk fær 15% afslátt af árskortum fyrir 2023. Á bakvið tjöldin ferðir á 50% afslætti alla helgina. Ratleikur, föndurstöð og spil, lifandi tónlist með Alberti Tórshamar, myndlistasýning Gunnars Júl.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst