Ný flatningsvél tvöfaldaði afköst í saltfiskvinnslunni

Netaveiðar Kap II VE og Brynjólfs VE ganga ljómandi vel á miðum í grennd við Eyjar. Aflinn fer að mestu í salt og hluti hans gæti jafnvel endað sem jólasaltfiskur á borðum í Portúgala í desember! Ný flatningsvél var tekin í gagnið í saltfiskvinnslu VSV í vetur og með henni tvöfölduðust afköstin. Vinnslustöðin hefur tekið við um […]