Virðisaukaskattur felldur niður á saltfiski í Portúgal
Ríkisstjórn Portúgals hefur hætt tímabundið að innheimta virðisaukaskatt við sölu nokkurra tegunda matvara í innkaupakörfum landsmanna, þar á meðal af ferskum og söltuðum þorski. Á þessar vörur var áður lagður 6% virðisaukaskattur en hann er niður felldur frá 18. apríl til 31. október 2023. Að óbreyttu verður skattheimtan færð í fyrra horf í haust, alla […]
Íslensk saltfiskveisla í Katalóníu samhliða sjávarútvegssýningunni í Barcelona
Rúmlega 100 veitingastaðir í Katalóníu-héraði á Spáni munu kynna íslenskan saltfisk undir slagorðinu Tellem el Bacallá (Katalónska: Smakkaðu saltfiskinn), og bjóða upp á saltfisk frá Íslandi á matseðli sínum næsta mánuð. Kynningin, sem er samstarf milli markaðsverkefnisins Bacalao de Islandia, Estrella Damm bjórframleiðandans og Félags saltfiskútvatnara á Spáni, hefst í dag og stendur til 5. […]
CNN-menn heilluðust af saltfiski Einsa kalda
EinsiÚtsendarar fréttastöðvarinnar CNN í Portúgal settu punkt aftan við afar vel heppnaða heimsókn til Vestmannaeyja með því að senda dróna á loft í morgun og mynda Heimaey og umhverfi allt úr lofti í sólskini og björtu veðri. Loftmyndirnar bættust við í mikið og áhugavert safn myndskeiða og efnis sem fréttamaðurinn António José Leite og tökumaðurinn […]
VSV-saltfiskur í morgunsjónvarpi CNN í Portúgal
Í Vestmannaeyjum eru nú staddir útsendarar CNN, þessarar víðfrægu fréttastöðvar sem teygir anga sína um alla veröldina. Erindi þeirra er einkum að kanna umhverfi, aðstæður, veiðar og vinnslu saltaða þorsksins sem Portúgalar vilja allra helst hafa á borðum þegar þeir gera ögn betur við sig en hvunndags, hvort sem er heima eða á veitingahúsum. Saltfiskur […]
Eyjasaltfiskur á portúgölskum páskaborðum þrátt fyrir kóvíd
Sala saltfisks frá Vestmannaeyjum í Portúgal tók kipp núna í mars sem staðfestir að margir þar í landi geta ekki hugsað sér páskahátíð án þess að hafa þessa góðu matvöru á veisluborðum! Portúgalir ganga engu að síður í gegnum verulegar þrengingar vegna kóvíd líkt og svo margar aðrar Evrópuþjóðir en framan af í faraldrinum var […]
VSV-saltfiskur í öndvegi portúgalskrar matarhátíðar
Saltfiskur frá Vinnslustöðinni er í hávegum hafður á mikilli matarhátíð sem stendur yfir í þremur héruðum Portúgals og varir til 22. nóvember. Aðstandendur hátíðarinnar, Gastronomia de Bordo, ákváðu að hafa setningarathöfnina í sölum Grupeixe, saltfiskfyrirtækis Vinnslustöðvarinnar í Portúgal – sem var auðvitað mikill heiður og viðburður. Þar mættu borgarstjórinn á staðnum, formaður borgarráðs, fleiri héraðshöfðingjar […]
Saltfiskur, Sverrir, Einsi kaldi og VSV
„Ég hef áður verið með saltfisk á matseðlinum en hann hreyfðist varla. Í vetur ákvað ég að prófa aftur og þá brá svo við að saltfiskurinn varð strax einn vinsælasti rétturinn hjá okkur. Það kom mér gleðilega á óvart en líklega höfum við félagarnir fundið réttu meðhöndlunarformúluna!“ Einar Björn Árnason, eigandi og yfirmatreiðslumeistari veitingastaðarins og […]
Saltfiskframleiðendur standi í fæturna
Vetrarvertíð er nýlega lokið og Sverrir segir ávallt talsverðar birgðir saltfisks í landinu á þessum tíma. Þær séu hvorki meiri né minni en undanfarin ár. Aðal sölutíminn í fullsöltuðum saltfiski er haustin. Útbreiðsla kórónuveirunnar og gagnráðstafanir sem þjóðir heims hafa gripið til hafa haft talsverð áhrif á saltfiskmarkaðinn eins og flesta aðra geira sjávarútvegsins hér […]
Saltfiskmet á met ofan
Starfsfólk í saltfiskvinnslu VSV pakkaði 54 tonnum af afurðum síðastliðinn laugardag, 28. mars, og bætti þar með met frá því í fyrri viku sem greint var frá á vef Vinnslustöðvarinnar. Ekki nóg með það. Í gær (mánudag) voru söltuð niður liðlega 130 tonn af fiski í Vinnslustöðinni. Engin dæmi eru finnanleg um slíkt áður hjá […]
Met slegin í saltfiskframleiðslu á erfiðum tímum
Starfsfólk Vinnslustöðvarinnar hefur á fyrstu þremur mánuðum ársins framleitt meira af saltfiski en á öllu árinu 2018. Ef svo fer sem horfir verður framleiðslan um miðjan aprílmánuð orðin meiri en á öllu árinu 2019. Fyrir helgina var pakkað 46 tonnum af saltfiski á einum degi. Fróðir menn telja það vera metafköst á sama sólarhringnum í […]