22% aukning í farþegafjölda milli ára

Meðal þess sem var á dagskrá á fundi bæjarstjórnar í gær vat Umræða um samgöngumál.Árið 2022 flutti Herjólfur alls 412.857 farþega, sem er 22% aukning milli ára og rúmlega 57.000 fleiri farþegar en fluttir voru með Herjólfi árið 2019, sem þá var metár farþegaflutninga með Herjólfi á einu ári. Nýting Landeyjarhafnar hefði getað verið betri […]

Vestmannaeyjabær vill halda áfram rekstri Herjólfs

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarráðs í gær. Þann 10. nóvember sl., átti bæjarráð Vestmannaeyja fund með fulltrúum Vegagerðarinnar, þar sem m.a. var ræddur samningur Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs. Umræddur samningur gildir til 1. október 2023. Á fundinum lýsti Vestmannaeyjabær áhuga á að halda áfram rekstri ferjunnar á vegum Herjólfs ohf. […]

Slipptaka Herjólfs IV á áætlun

Umræða um samgöngumál var meðal þessa sem var á dagskrá á fundi bæjarráðs í vikunni. Þeir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. og Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, komu á fund bæjarráðs og gerðu grein fyrir samgöngum Herjólfs milli lands og Eyja, stöðunni í Landeyjahöfn, svo sem dýpi og dýpkunarframkvæmdir, hvernig til hefur tekist með […]

Samgöngur við Vestmannaeyjar til umræðu á þingi

Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði samgöngur við Vestmannaeyjar að umræðuefni í ræðustól Alþingis í gær. Þar kemur hún inná þá stöðu sem skapaðist í samgöngum við Vestmannaeyjar í síðustu viku og skort á flugi milli lands og Eyja. Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan: Virðulegi forseti. Ég tel mig […]

Herjólfur lagður af stað

Herjólfur III er nú lagður af stað í fyrstu ferð sína frá Vestmannaeyjum í dag rúmum fimm klukkutímum á eftir áætlun. Vélarbilun kom upp í skipinu í morgun og unnið hefur verið að viðgerðum það sem af er degi. Samkvæmt tilkynningu frá Herjólfi þá verður áætlun dagsins sem hér segir. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 12:15 […]

Vegaframkvæmdir á Suðurlandsvegi í dag

Vegagerðin vinnur við fræsingu afreinar til austurs á Heillisheiði við slaufu frá Þrengslavegi í dag. Vegurinn verður lokaður fyrir umferð til austurs á meðan, en reiknað er með að framkvæmdirnar standi yfir til kl. 20:00 í dag. Þeir sem ætla að keyra frá Reykjavík til Landeyjahafnar í dag þurfa því að fara um Þrengslaveg í […]

Laufey á Bakka  – Framkvæmdir hafnar

Þau mikilvægu og gleðilegu tímamót urðu ( í dag ) mánudaginn 22.ágúst að framkvæmdir eru hafnar á Laufey Welcome Center á Bakka. Í ársbyrjun 2022 var fjármögnun á þjónustumiðstöðinni Laufey tryggð með aðkomu langtímafjárfesta sem hafa mikla trú á verkefninu. Fyrsta stöðin, og sú mikilvægasta fyrir Vestmannaeyjar, mun rísa á Bakka. Þessi ferill hefur verið […]

30 mikilvægar mínútur

Landhelgisgæslan hefur sinnt níu þyrluútköllum í Vestmannaeyjum það sem af er þessu ári, í samtali við Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, kemur fram að aðeins eitt af þeim var vegna slyss, en hin átta vegna sjúkraflutninga.   Nánari umfjöllun um þyrlur Landhelgisgæslunnar, ásamt viðbrögðum frá Ásgeiri Erlendssyni, uppplýsingafulltrúa gæslunnar, er að finna í næsta blaði Eyjafrétta. Blaðið […]

Þyrla send vegna þoku í Reykjavík

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum þar sem flugvél Mýflugs, sem annast sjúkraflutninga, gat ekki sinnt útkallinu vegna þokunnar sem lá yfir Reykjavík. Þetta kemur fram á vefnum visir.is „Oftast er það nú á hinn veginn farið, að það sé þoka í Vestmannaeyjum, en í kvöld var því […]

Sagan endalausa

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð fyrir hvað ég stend eftir að ég ákvað að taka þátt í prófkjörinu í Vestmannaeyjum. Ég hef víst skoðun á flestu en er hins vegar raunsæ þegar kemur að takmörkunum mínum til að ræða málefni sem ég hef einfaldlega ekki nógu mikið vit á. Þannig að næstu daga ætla […]